Lækjarskóli

Fréttir '01

Reglur

Starfsfólk

Íþróttir

Slóðir

Myndir

Leikir o.fl.





Vefari

Íþróttafréttir Lækjarskóla ALLIR á listann!                                                                   - Smellið til að skrá á netfangalista íþróttafrétta Lækjarskóla     Íþróttafréttir Fréttasíðan er reglulega uppfærð                                                        - Smella til að fá fréttir vikulega í tölvupósti

Er músa-bendill breytast í hönd þegar dregið er yfir orð má smella á orð til að sjá meira.


Bikar í skólaskákmóti

Guðmundur Skúli skólaskákmeistari kom með til sýnis bikar sem hann vann í síðasta skólaskákmóti, bikarinn er til sýnis í íþróttahúsi Lækjarskóla. (Arnþór skráði, 26. feb. '02).

Síða með íþróttatenglum uppfærð

Síðan hér á vefnum um íþróttatengla / slóðir hefur verið uppfærð, lítið inn á síðuna með að smella hér til hliðar eða beint hér. Athyglisverð slóð var sett inn yfir íþróttahúsið við Lækjarskóla eitt elsta íþróttamannvirki bæjarins, smella má hér til að fara beint á þá síðu. (Arnþór skráði, 26. feb. '02).

Evrópsk könnun

Piltar og stúlkur í 6. - 10. bekk æfðu sig á evrópskri könnun á líkamsfærni í íþróttahúsinu í Strangdötu í gær, mið. 20. feb. Meira er um könnina hér neðar á síðunni. (Arnþór skráði, 21. feb. '02).

Fallhlýf

Fallhlýf var í íþróttum hjá 1. og 3. bekk í dag, allir í 5. bekk og yngri prófa hana þessa viku, lesið meira um fallhlýfina á leikjasíðunni. (Arnþór skráði, 19. feb. '02).

Starfsfólk

Uppfærðar hafa verið síður um starfsfólk sem vinnur við íþróttamannvirkin sem íþróttakennsla Lækjarskóla fer fram í. Smelltu á efnisflokkinn starfsfólk eða hér. (Arnþór skráði, 18. feb. '02).


Evrópsk könnun

Piltar í 7. - 9. bekk fengu að skoða í dag evrópska könnun sem byrjað verður á miðvikudag að æfa sig á. Könnunin verður lögð fyrir sem próf. (Arnþór skráði, 18. feb. '02).


Sundmyndir

Sundkennsla Lækjarskóla fer fram í Suðurbæjarlaug, en við hlökkum til að fá nýja laug í nýja skólanum. Teknar verða nokkrar myndir í vetur og vor af sundkennslu Lækjarskóla í Suðurbæjarlauginni, smellið hér til að sjá sundmyndirnar. (Arnþór skráði, 18. feb. '02).


Evrópsk könnun

Skólastjóri og íþróttakennarar ætla að leggja fram evrópska könnun á hreyfigetu nemenda 10 ára og eldri. Tilmæli ISI er litil einstaklingskeppni 10 ára og yngri og því leggjum við könnun fyrir eldri nemendur. Við viljum koma á framfæri að aðalatriði er að nemendur bæti sig en séu ekki að bera sig um of saman. Mjög einstaklingsbundið er hvað við náum langt í fyrstu, annarri og jafnvel þriðju tilraun, hafið hugfast að engin verður heimsmeistari eftir eina æfingu. ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN. Það skiptir ekki öllu þótt Jón geti stokkið 110 cm og Sigríður 160 cm eða öfugt svo dæmi séu tekin, heldur að Jón leggi sig fram, reyni að bæta sinn persónulega árangur og Sigríður líka. (Arnþór skráði, 15. feb. '02).


Auknar vinsældir íþróttaklúbbs

Íþróttaklúbbur unglingastigs sem er í Íþróttahúsi Lækjarskóla á mánudögum og fimmtudögum kl.17 til 18 á auknum vinsældum að fagna, stígandi hefur verið í mætingunni. Í dag mættu á annan tug nemenda og skemmtu sér vel í körfubolta. Enn er pláss fyrir nokkra, og hvetjum við nemendur til að nýta sér þessa tíma. Fyrir hönd íþróttaráðs: (Arnþór skráði, 14. feb. '02).


Skólaskák

Íþróttaráð nemendaráðs er að skoða hvenær óskað er eftir að halda skákmótið. (Arnþór skráði, 14. feb. '02).


Skólaskák

Skólastjórn fagnar skráningu unglingastigs í skólaskákmót og fól nemendaráði að ákveða tíma fyrir mótið. Ef vel tekst til má halda annað mót auk móta fyrir 6.-7. bekk og 4.-5. bekk. (Arnþór skráði, 14. feb. '02).


Evrópsk könnun

Könnun verður á líkamsfærni nemenda á næstu misserum, svokölluð "Euro-fit". (Arnþór skráði, 14. feb. '02).


Skólaskák

Könnun unglingastigs fyrir skólaskákmóti í Lækjarskóla var vonum framar, um 30 manns og verða nánari upplýsingar settar inn hér fljótlega. (Arnþór skráði, 11. feb. '02).


Íslandsmót í barnaskólaskák

Íslandsmót barnaskólasskólasveita í skák 2002 fer fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. þann 23 og 24. febrúar nk. Sigurvegi öðlast rétt til að tefla í Norðurlandamóti í Svíþjóð. (Arnþór skráði, 11. feb. '02).


Þol

Þolþjálfun er nú í íþróttum. Nemar hlaupa bæði í upphitun og ýmsum leikjum. Fræðast um hjartað sem vöðva sem dælir blóði til starfandi líkama og mikilvægi þess að hreyfa sig til að þjálfa vöðvann. (Arnþór skráði, 11. feb. '02).


Reglur

Umgengisreglur eru á spjaldi í anddyri íþróttahús Lækjarskóla. Skoða má innihald þeirra með að smella hér. Einnig má fræðast meira með að smella hér. (Arnþór skráði, 8. feb. '02).


Handbolti

Áhrif glæsilegs árangurs á EM kemur skýrt fram í skólanum. Vinælt er að spila handbolta bæði í sal og skólalóð. Smellið hér til að lesa um handbolta á leikjasíðunni. (Arnþór skráði, 30. jan. '02).


Myndir

Nokkrar myndir: 2.N. og 8.-10. bekkur. Á skólaneti eru fleiri myndir í möppunni sameign nemenda. (Arnþór skráði, 8. jan. '02).


Frjálst

Fyrsta kennslustund eftir áramót má velja hvað er í íþróttum. Vinsælt val er: Kaðlar, Boltar og áhöld. Smelltu hér til að lesa meira. (Arnþór skráði, 5. jan. '02).


GLEÐILEGT ÁR Fréttasíðan er reglulega uppfærð                                                        - Smella til að fá fréttir vikulega í tölvupósti

Jólafrí er til 4. jan. Munið að hreyfa ykkur, tilvalið er að fara í göngutúra, skokka, synda eða í aðra líkamsrækt. Leikum okkur-ALLA ævi! (Arnþór skráði, 31. Des. '01).





                              Íþróttir Lækjarskóla                 © Lækjarskóli 2002