Gestur nr.
vertu velkominn í gagnabankann um leiki, íþróttir og reynslu.
Inngangur
Hæ, ég heiti Arnþór Ragnarsson er íþrótta- og tölvukennari Lækjarskóla í
Hafnarfirði, mínum frábæra heimabæ. Ég er löggildur grunn- og
framhaldsskólakennari, lauk kennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands að
Laugarvatni árið 1994. Kenndi í Bolungarvík fyrsta veturinn eftir útskrift. Frá
árinu 1995 kenndi ég í Æfingaskólanum í Reykjavík, sem fékk nafnið
Háteigsskóli. Þar kenndi ég sund, íþróttir, ljósmyndun og upplýsingatækni fram
til ársins 2000. Samhliða því lagði ég stund á framhaldsnámi í upplýsingatækni,
ljósmyndun og kenndi sund í Kennaraháskólanum. Ég hef lengi haft mikinn sund-
og siglingaáhuga, unnið nokkra Íslands- og bikarmeistaratitla með félögum mínum
úr SH og Þyt og þjálfað hinar ýmsu íþróttagreinar. Örfá sumur hef ég verið með
leikjanámskeið og þætti gaman að heyra með hvaða hætti þau eru í dag, miðla til
þeirra leikja og sjá hvaða leikir ganga þar í dag. Árið 2000 tók ég launalaust
leyfi, ferðaðist um Evrópu og Bandaríkin, tók myndir, bjó til nokkra vefi og
lærði meira. Um það leyti vaknaði hugmynd að þessum litla leikjabanka fyrir
íþróttir, markmið hans, þótt smár sé í upphafi er að hefja leikinn en fyrst og
fremst að hvetja fleiri til að senda inn leiki sem virka og eru í notkun. Mikið
er til af ýmiskonar leikjum sem ég veit að við íþróttakennarar, leiðbeinendur
og aðrir höfum mörg reynt og lært en hér vil ég fá safn leikja, frá starfandi
kennurum, leiki sem eru í notkun aftur og aftur, eru vinsælir og virka. Hingað
áttu því ekki að senda leiki nema þú hefur notað þá nokkrum sinnum og þeir
þykja skemmtilegir. Ef þú hefur hins vegar vitneskju um leiki sem þú heldur að
virki máttu senda þá líka inn en tilgreina það sérstaklega og þá prófum við þá.
Þetta litla safn sem hér fylgir nú og ég útbjó uppkast af í tveggja daga haust
eða vetrarfríi 2001 er von mín að sé aðeins kveikjan að meira og ef svo verður
verður efninu efnisraðað, t.d. eftir sundleikjum, boltaleikjum, skólum,
landshlutum eða enn öðru. Látum reyna á þetta, ég hvet þig til að taka þátt.
Margt smátt gæti gert eitt stórt! Neðst á þessari síðu eru upplýsingar um
hvernig senda meigi inn efni.
Stórfiskaleikur
Einn eða fleiri eru hann í upphafi. Leikmenn sem eru hann, eiga að klappa á
miðjunni eða syngja “Út, út allir mínir fiskar.” Þá hlaupa hin yfir völlinn.
Þau sem klöppuðu eða sungu reyna að ná hinum og klukka þau. Þau sem nást eiga
að hjálpa að reyna ná, verða stórfiskar eða bíða þar til næst er klappað út og
reyna þá að ná. Seinni valmögleikinn virkar betur, það er að segja að bíða þar
til næst er klappað eða sungið, því annars er leikurinn nánast búinn um leið og
hann hefst! Hlaupi leikmenn ekki út þó búið sé að klappa má telja upp á tíu
líkt og sekúndur líða og hlaupa eftir það að þeim. Mikilvægt er að ítreka við
leikmenn að hefja leikinn á miðju vallarins. Ég man ekki hver kenndi mér
stórfiskaleik fyrst en eflaust höfum við farið nokkrum sinnum í hann hjá
Ingvari Jónssyni íþróttakennari mínum úr Víðistaðaskóla, síðar íþróttafulltrúa
Hafnarfjarðar.
Tvíburar (Tvíburastjórfiskaleikur)
Sami leikur og stórfiskaleikur nema að iðkendur leiðast og meiga
ekki sleppa því, hvorki þau sem eru að reyna ná eða ekki. Ef iðkendur hætt að
leiðast eða missa takið gildir sama regla og sé búið að ná þeim. Þó annar
tvíburinn sé klukkaður verða báðir að hjálpa að reyna ná.
Þríburar
(Þríburastjórfiskaleikur)
Sami leikur og stórfiskaleikur, ef einhver er stakur í tvíburaleik má leyfa að
vera þríburar, einnig má leika stórfiskaleikinn sem þríburar sem er þó mun
erfiðara, reynir meira á samvinnu þremenningana. Fjórburar er enn eitt afbrigðið
og fimmburar annað en þau afbrigði eru erfið, nemendur vilja missa takið, mjög
erfið samvinna, sem veldur deilum.
...bura leikina lærði ég hjá samkennurum mínum Ragnhildi Skúladóttur og Antoni
Bjarnasyni íþróttakennurum í Æfingaskólanum.
Keðja eða net
Sami leikur og stórfiskaleikur nema þau sem nást bætast við keðjuna eða netið
sem er á miðjunni, með að leiðast. Keðju eða net lærði ég hjá samkennurum mínum
Ragnhildi Skúladóttur og Antoni Bjarnasyni íþróttakennurum í Æfingaskólanum.
Frelsi í
pottinn
Myndaður er pottur t.d. þríhyrningur, með því að draga kaðal fyrir horn í sal.
Það reynist einna best en einnig má mynda hring í miðjum salnum. Meiri hætta er
þó á árekstrum við það. Þrír til fimm eru fengnir til að vera hann, eftir
fjölda nemenda. Þau sem eru hann er gott að afmarka með t.d. vestum eða böndum
og hefja leikinn inn í pottinum með því að taka höndum saman og telja upphátt
10-20-30 uppí 100 og hlaupa þá og reyna að klukka hina. Leikmenn sem nást verða
að fara inn í pottinn en hinir geta frelsað með að fara að pottinum og snerta
hönd þeirra. Frelsi í pottinn lærði ég hjá Antoni Bjarnasyni íþróttakennara og
samkennara mínum úr Kennaraháskólanum.
Spítalaleikur
Dregin er dýna að miðju vallar eða tvær dýnur settar einhverstaðar á völlinn. Dýnurnar
eru spítalar og tveir til fimm iðkendur eru fengnir til að vera hann og er gott
að merkja þá með vestum eða böndum. Þau sem eru hann fá það hlutverk að vera
hálsbólga, magapína eða aðrir sjúkdómar og verða segja við hina um leið og þau
ná þeim að leika það sem sagt er við þau með því að leggjast á bakið og veifa á
hjálp. Leikmenn sem eru frjálsir geta orðið sjúkraflutningamenn með því að taka
í hendur og fætur þeir sem eru sýkir og bera þá á spítala. Þegar þangað er
komið verða leikmenn frískir t.d. með því að telja upp á tíu. Þennan leik man
ég eftir að hafa séð fyrst hjá kennaranemum sem komu til mín í æfingakennslu í
Æfingaskólanum.
Boðhlaup
Tveir til fimm í liði, virkar vel, þar sem leikmenn eru fara kóngulóagang
stutta en skýra vegalengd, hlaupa venjulega eða afturábak, rekja, dripla eða
halda á knetti, fyrir fram sig eða aftan bak. Ætli ég hafi ekki farið fyrst í
boðhlaup í grunnskóla hjá Ingvari Jónssyni í Víðistaðaskóla.
Hlutverk
Iðkendur leika öll heimsins dýr, jafnvel blóm, bíla, sól, mána, ungabörn, eldri
borgara, heimilistæki, húsgögn, tré, gras, sand, sjó, hafið, vatn, vind,
blinda, heyrnarlausa, fatlaða, flugvélar, svifdreka, jeppa, dúkkur, sundkonur,
-menn, fótboltamenn, -konur, körfuboltakonur, -menn, handboltamenn, -konur, siglingamenn,
-konur, golfara eða annað. Virkar vel að láta nemendur fara tvær stuttar ferðir
og segja síðan hvað eigi að vera næst. Best er að hafa sem mismunandi hlutverk
í hvert sinn til að virkja hugmyndaflugið. Þetta kemur yndislega vel út á
flestum stigum grunnskólans, verið alls ekki feimin við að prófa þetta á eldri
nemendum. Einnig má láta nemendur vinna saman í hópum og búa til hlutverk eða
listaverk. Hópstærðir eru einna besta fyrirkomulagið að hafa 2-4 í grunnskóla,
nemendur ráða vart við að vinna 4-5 í hóp en að sjálfsögðu má reyna það. Eftir
það fer samstaðan að vera nokkuð erfið og of mörg sjónarmið til að ná að taka
ákvörðun en þau hafa gott að því að reyna, eiga eftir að glýma við það alloft í
lífinu. Hlutverk man ég að við fórum í af ýmsu tagi hjá Mínervu á Laugarvatni.
Björn
frændi
Einn til fimm iðkendur eru hann í upphafi leiks og þykjast sofandi í enda
vallar eða í horni. Aðrir læðast að úr öðrum enda eða horni og spyrja nokkrum
sinnum ertu sofandi björn frændi, þar til björn vaknar og reynir að elta þá sem
spurðu að þeim punkti sem þau hófu leikinn á. Þau sem nást eiga að bætast við
hópin sem reynir að ná. Björn frænda minnir mig að hafa farið í fyrst hjá
Mínervu Jónsdóttur á Laugarvatni.
Blindrabolti
og skotspónn
Leikmenn binda trefil fyrir augu, setja á sig skíðagleraugu sem búið er að mála
inn í eða hafa annað fyrir augum t.d. svefnhlýfar sem notaðar eru m.a. í flugi.
Hringlubolti er á miðjum vellinum í upphafi leiks, það er bolti með bjöllum
inni í. Allir leikmenn hefja leikinn með einn bolta hver og rúlla þeim í
bjölluboltann. Einnig er hægt að leika þennan leik án þess að hafa neitt fyrir
augum, en með því að hylja augun fá leikmenn sýn inn í heim blindra.
Sjónskertur samnemandi minn af Laugarvatni kenndi mér þennan. Leikurinn er
stundum kallaður skotspónn þegar ekki er leikið með bundið fyrir augu.
Hringþjálfun
Útbúa má hringlaga þrautabraut, t.d. gengið á bekkjum, köðlum, hlaupið
hindrunarhlaup, skriðið undir borð, klifrað eftir slám eða stöngum, sveiflað í
köðlum, kollnýs á dýnu, handahlaup, klifrað í rimlum, stokkið yfir kubb,
stokkið yfir kistu, kollnýs á kistu, hlaupið yfir hástökkdýnu, stokkið hástökk,
langstökk með eða án atrennu, hoppað í gjörðum. Látið hugmyndaflugið ráða ferð
og leggið brautina um allann völlinn, ekki leggja bara í hring heldur allskonar
boga, nýtið allt svæðið en látið iðkendur fara hring eftir hring. Leysa má
þrautirnar með ýmsum hætti, t.d. með tónlist og vinsælt er að láta nemendur
“frosna” eða verða myndastyttur um leið og tónlistin stoppar eða er sett á pásu
í stutta stund. Einnig er tilvalið að láta nemendur leysa þrautirnar með
baunapokum á höfði, bolta í hönd eða rekja, spinna inn í tónlist og hin ýmsu
afbrigði t.d. má hafa í sekt missi maður bolta, poka, stoppi ekki um leið og
tónlist eða stígi út fyrir ákveðin áhöld, línur eða svæði. Í sekt má meðal
annars hafa útskýrðar 5 armbeygjur, 10 kvið eða bakæfingar, 10 englahopp, 10
hnébeygjur, láta syngja eða aðrar æfingar. Ég lærði um hringþjálfun m.a. hjá
Janusi Guðlaugssyni íþróttakennara á Laugarvatni, síðar námsstjóra
Menntamálaráðuneytisins og í samvinnu við hann í íþróttaskóla barnanna á
Áltanesi og síðar hjá Antoni Bjarnasyni íþróttakennara og samkennara mínum í
Kennaraháskólanum. Anton stillti upp með okkur Ragnhildi Skúladóttur samkennara
mínum mörgum mjög skemmtilegum hringþrautum enda hefur hann langa og góða
reynslu af kennslu yngri barna í íþróttaskóla barnanna í Kópavogi.
Stöðvaþjálfun
Útbúa má hinar ýmsu stöðvar þar sem iðkendur vinna t.d. 2-5 á hverri stöð.
Unnið er í ákveðin tíma á hverri stöð og síðan fært sig á næstu stöð. Virkar
vel með tónlist og fært um leið og tónlist er lækkuð eða sett á pásu. Ég lærði
um hringþjálfun m.a. hjá Janusi Guðlaugssyni íþróttakennara á Laugarvatni.
Fimmdimmalimm
Fimmdimmalim virkar oft vel og er athyglisvert að sjá jafnvel óþekkustu
einstaklinga hópsins hve þægir þeir geta orðið í þessum leik. Okkur hefur
gengið einna best að leika leikinn þannig að sá sem er fyrstur að þeim sem
telur fær að telja næst. Annars er leikurinn nánast aldrei búinn og fer bara út
í vitleysu. Einn er hann í enda vallarins, sá telur mjög hátt og skýrt ein,
tveir, þrír, fjórir, fimm og snýr sér og segir dimmalimm. Hinir byrja í hinum
enda vallarins og koma eins nálægt honum og þeir geta en um leið og hann snýr
sér við eiga allir að frjósa eða vera eins og myndastyttur, hann má velja allt
að þrjá til að fara til baka séu þau á hreyfingu eftir að hann segir dimmalimm,
nema hann sjái áberandi fleiri, maður verður svolítið að stjórna því sum vilja
vera velja endalaust að senda til baka og þá er ágætt að segja hámark þrjá til
baka. Ég man nú ekki í svipan hvar ég fór fyrst í Fimmdimmalimm, enda held ég
að sé farið í hann í flestum leikskólum.
Boltaleikir
Brennibolti
eða “Brennó”
Völlur er afmarkaður t.d. með kaðli á miðjunni. Skipt er í tvö lið, forðist að
láta kjósa, hætt við einelti. Betra er að skipta með því að gefa númer 1-2, eða
segja einfalda röð og senda helming hópsins yfir á hinn völlinn. Einnig er
ágætis aðferð að reyna skipta út frá hvernig lit iðkendur klæðast, hárlit eða
öðru. Í enda vallarins hvoru megin er lína þar sem höfðingi, kóngur eða
drottning á að vera í upphafi leiks hjá mótherjum. Mikilvæg regla er að hafa
banna að teygja sig inn á völl andstæðingana. Dómari kastar bolta aftur fyrir
sig eftir kaðlinum á miðju vallarins í upphafi leiks. Iðkendur reyna að grípa
boltann sem er best að sé mjúkur svampolti og sá sem nær knettinum reynir að
kasta honum í andstæðing. Fái maður knöttinn í sig frá mótherja færist maður
til höfðingja og hjálpar honum. Þegar einn leikmaður á eftir að fá knött í sig
fer höfðingi út, fær knöttinn og á tvö líf. Sé um oddatölu að ræða, færra í
öðru liðinu má jafna leikin með því að fyrsti eða síðasti iðkandi sem er
skotinn eigi tvö líf. Brennó er tilvalin undirstaða undir handbolta, gaman er
að kenna börnunum að beyta líkamanum rétt til að skjóta, lyfta olnboganum í
sömu hæð og öxlin eða aðeins hærra og beyta öllum líkamanum í skotið. Brennó er
leikur með mjög skýrum reglum og virkar vel. Allir eru virkir og til að forðast
að þau frekustu séu alltaf að suða um boltann er einfaldast að setja þá reglu
að sá sem nær boltanum eigi að skjóta. Ætli ég hafi ekki farið í Brennó fyrst í
Viðistaðaskóla hjá Ingvari Jónssyni íþróttakennara, einnig notuðum við
Ragnhildur Skúladóttir hann mikið t.d. þegar við vorum með þrískiptann salinn,
hægt var að skipta sal Kennaraháskólans í þrennt með tjaldi sem aðgreindi 1/3
og t.d. kaðli í 2/3, þá var tilvalið að hafa brennó í 1/3. Gamli góði litli
salurinn í Lækjarskóla er tilvalin stærð fyrir Brennó. Enda hef ég heyrt að
Geir Hallsteinsson handknattleiks stjarna, -þjálfari og fyrrum íþróttakennari
Lækjarskóla hafi notað leikinn mikið þar, Geir varð síðar íþróttakennari í
Fjölbrautarskólanum Flensborg í Hafnarfirði.
Fótbolti
Fótbolti er mjög vinsæl grein en því miður nokkuð plássfrek. Mörg íþróttahús
grunnskóla er nánast of lítil fyrir þann fjölda sem þangað kemur til að hægt sé
að spila og hafa jafn gaman af þessari grein og hægt er. Ég hef þó eins mikið
af “aðlögunar” æfingum og hægt er, sendingar, rúlla knetti með fótum á ýmsa
vegu, snerta, halda á lofti, skjóta innan fótar, utan fótar, rist, taka
innköst, skalltennis, o.fl. o.fl. Allskonar þrautir eru líka frábærar í
fótbolta. En leikrænar æfingar eru einna skemmtilegastar. Útitímabil í íþróttum
nýtast vel í fótboltann. Ég lærði mjög mikið af Janusi Guðlaugssyni og tók hjá
honum A, B og C stig KSÍ í þjálfun, ég þjálfaði einnig fótbolta á Áltanesi og í
Bolungarvík.
Handbolti
Handbolti finnst mér aftur á uppleið, ég veit ekki hvort það sé að ég sé að
flytjast aftur á æskuslóðir, Handboltabæinn Hafnarfjörð eða hvort það sé vegna
endurvakningar eða lægðar Körfuboltans, ef hún er þá einhver. En það er annað
mál, mín uppbygging á handboltatímum er að kenna að grípa, dripla, senda, láta
telja sendingar bæði beint í brjósthæð og í gólf nálægt samherja. Síðan að fara
í skot hvar sé best að hitt á markið, rammann, stökkva inn í teig á dýnu er
æfing sem þræl virkar og er skemmtilegt, geta leikið sér af því heilu
kennslustundirnar með ýmsur afbrigðum. Hafa einn í vörn tvo í sókn og öfugt og
fjölga smátt og smátt. Uppbyggingin í leiknum er mikilvægt að kenna vel, fyrst
að leyfa engum að fara út fyrir punkta línu sem eru í vörn til að þau læri hvað
er vörn og hvað er sókn, annars vill leikurinn byggjast á maður á mann og fara
í eintóma vitleysu til að byrja með. Ég kenni þeim sem eru í sókn að gefa á
alla og öruggustu sendingarnar eru á manninn við hliðina, ekki langar sendingar
á einhvern vin þarna lengst úti í horni þegar maður er í hinu horninu. Mikilvægt
er líka að hvetja öll til að fylgja fram í sókninni og þora að skjóta og að
skora. Taka fast á brotum en fara frjálslega með reglur til að byrja með, skref
o.fl. það verður engin heimsmeistari í fyrsta sinn. Smátt og smátt fer
leikurinn að verða skemmtilegri og mjög fljótt eftir að leikurinn þróast upp í
vörn og sókn er gaman að leyfa einum að vera fiskari, fyrir utan punkta í
vörninni og þau verða skiptast á. Allir að prófa, t.d. regla Nonni í horninu
byrjar, síðan næsti við hliðina á honum, síðan Sara við hans og þá Magga við
hlið hennar og svo framvegis. Ef þetta gengur vel, byggi ég næsta skref á að
þau sem ná að fiska meigi fara í hraðupphlaup, þá þurfi ekki að gefa á alla. Ég
lærði mikið á Laugarvatni í Handbolta og mikið hjá landsliðþjálfaranum sem kom
með kynningar í Háteigsskóla, eitthvað sem önnur sérsambönd og félög ættu að
taka sér meira til fyrirmyndar, þá leysti ég einnig handboltaþjálfara af á
nokkrum handboltaæfingum í þjálfun í Bolungarvík.
Körfubolti
Var lengi ein vinsælasta íþróttagrein grunnskólans en áhrif NBA eru greinilega
að dala. Körfubolti er vissulega enn vinsæl grein enda góður leikur sem
íþróttakennari fann upp. Á marga vegu er hægt að kenna körfuboltann, mínir
tímar hafa byggst upp á því að kenna sniðskot, vítaskot, fara í leiki eins og
21 og Asna í litlum hópum. Að spila í lokin er nokkuð sem er mikilvægt að hafa
nánast alltaf, því það er mest spennandi, munum að lækka körfurnar hjá þeim
yngri og hafa boltana hjá þeim ekki alltof stóra. Það kemur oft vel út og betur
að lata spila marga leiki á eina körfu heldur en að láta lið bíða. Svali
Hrannar Björgvinsson kenndi mér í vali körfuknattleik í íþróttakennaraskólanum
einnig fékk ég góðan grunn hjá Ingvari Jónssyni íþróttakennara Víðistaðaskóla
og körfuknattleiks frumkvöðuls í Hafnarfirði. Ég þjálfaði einnig Körfuknattleik
á Bolungarvík og leysti þjálfara þar af í forföllum.
Blak
Er mjög skemmtileg grein, allir eru virkir, tekur nokkur skipti að kenna og
eftir það gengur Blak mjög vel. Hægt er að kenna með ýmsum leiðum, fyrst megi
grípa allar sendingar, síðan fækka því niður í sendingar yfir net og síðan bara
fyrstu sendingu yfir netið. Einnig má leyfa eina snertingu í gólf til að byrja
með. Mikilvægt er að kenna undirstöðuatiði, fleigs, fingurslags og uppgjafar og
mér hefur reynst einna besta að hafa gula ódýra gúmítuðru bolta. En vissulega
er besta leiðin að hafa alvöru leðurbolta þegar lið nær tökum á leiknum.
Sund
Ég er hand viss um það að ég get skrifað heila bók um sundið en ég ætla að láta
nokkurskonar upptalningu duga hér. Fyrst ber að nefna aðlögun, leiki og
leikföng. Mér finnst afar mikilvægt að sigrast á öllum vatnshræðslum í 1. og 2.
bekk með ýmsum leikjum. Flestir leikir sem hér á undan eru upp taldir geta
virkað en það sem ég hef einna helst notað eru stórfiskaleikur, tvíbura
stórfiska leikurinn virkar en ekki eins vel og í sal. Eitur í flösku virkar vel
í 3. og 4. bekk þar sem nemendur eiga að kafa eða snerta með fæti í milli fóta
hinna í 3. bekk sjái maður einhverja vatnshrædda þar ennþá. Þegar maður sér að
sá leikur virkar í 2. bekk er ekkert því til fyrirstöðu að reyna hann en í alla
muni ekki reyna eitthvað sem þið vitið fyrirfram að verði of erfitt og getur
því virkað fráhrindandi á frekara sundnám, hafið alltaf auðveldar æfingar með
erfiðari, þannig að við byggjum upp sjálfstraust þeirra sem eru enn nokkuð
vatnshrædd. Kviðkúturinn og sundtökin koma smátt og smátt inn, en er þó langt í
frá aðalatriðið fyrr en seint í 3. og byrjun 4. bekk. Munið að eftir 4. bekk er
fyrst gerð getið í markmiðsetningu um að nemendur syndi 25 metra bringusund. Ég
er reyndar á móti þessu og leyni því alls ekkert hér, það er erfiðasta
sundaðferðin og vissulega ágætt ef það tekst en ekkert að því þó það takist
ekki, ekkert að því að geta frekar synt skriðsund eða skriðbaksund eða baksund
eins og það heitir. Skólabaksundið er jafnvel mun auðveldara en bringusundið,
sem er þó mikilvægt að byrja kenna snemma, það dreg ég ekki úr til að nemendur
læri það þá einhverntíma almennilega enn í guðana bænum ekki hamast við það eingöngu
án nokkurra annarra auðveldari sundtaka á þeim þroska sem ræður vart við þá
samhæfingu sem til þarf, og það jafnvel bara vegna þess að leiðbeinandinn eða
kennarinn kann það sund nánast eingöngu. Ég ætla nægja smávægilega upptalingu í
bili, einfaldlega vegna þess að ég er að fara kenna, en fylli inn í eyðurnar
þegar tími og efni berst. Hér er nokkur
upptalning sem hægt er að fylla inn í eða nota.
Kafa, ganga, blása í gegnum gjarðir.
Fljóta á dýnum
Hoppa í laug
Stjörnuflot
Marglyttuflot
Marglyttuflot og rétta úr sér
Ganga og hlaupa í lauginni
Busla
Hoppa í botningum
10-20-30
Fljóta á bakinu
Fótatök
Sýnikennsla
Speglar
Armkútar
Froskalappir
Boltar
Vesti
Stokkbretti
Rennibrautir
Spyrna frá bakka
Snúningur
Stunga
Flugsund
Baksund
Skriðsund
Skólabaksund
Bringusund
Boðsund
Sundknattleikur
Sundfimi
Vatnsleikfimi
Siglingar
Ég hef alltaf sett siglingar inn síðsumar og á snemma sumars,
siglingafélögin eiga ýmsa báta, ÍTR og einkaðilar sem hægt er að komast í
samband við meðal annars á vef Siglingasambandsins sjá http://isisport.is/sil
Frjálsar
Ég hef alltaf sett inn boltakast, grinda-, hindruna-, sprett- og langhlaup,
langstökk og hástökk hef ég alltaf haft á dagskrá og kennt þessi atriði bæði í
hringþjálfun, stöðvum og haft einstaka sérstaka tíma í frjálsum. Mjög gaman er
að komast t.d. að vori út á fjálsíþróttavöll og brjóta þannig upp kennsluna.
Því miður hafa ekki allir skólar færi á því en það er þó vel hægt að hvetja til
þess í ríkara mæli að farnar séu vettvangsferðir á næsta frjálsíþróttavöll.
Skólahringur er eitthvað sem við setjum upp á hverju síðsumri og hausti, vori
og upphafi sumars. Langhlaup eins og fjölþrepakönnun “píp test” er tvisvar á
önn hjá mér og læt ég alla iðkendur taka könnunina. Tekin er tími þar og sett
upp tafla um einkunn, sem hefur verið hvetjandi fyrir iðkendur. Okkur hefur
tekist í þeim skólum sem ég hef kennt við að hafa hringi sem ekki þurfi að fara
yfir götur, hægt að hlaupa á gangstíg alla leið. Stundum hef ég leyft nemendum
að hjóla en það er þó varhugavert þegar verið er að taka tíma, man eftir
nemanda sem datt, en hann meiddi sig sem betur fer ekki alvarlega.
Hjólreiðar
Skólahringir og ferðir.
Badminton
Er frekar plássfrek grein en oft mjög skemmtileg, hægt er að vera með ýmsar
útgáfur, halda á lofti, ein sér, einn á móti einum, tvo og tvo saman, telja hve
oft þau ná að halda á lofti. Kenna hvar völlurinn er, uppbyggingin í leiknum,
gera æfingar með flugurnar, á höfði á spaða, leika þannig að farið sé útaf
eftir að búið er að slá og annar taki.
Frispy
Hreint frábæran leik lærði ég af nemendum mínum um daginn. Hægt er að nota
hverskonar frispydisk en öruggast er að nota gúmí hring eða svamp. Skipt er í
tvö lið, ég hef bæði prófað að spila þetta í litlum og stórum sal og þetta þræl
virkar á alla nema kannske helst 1. bekkur sem þarf að læra meira félagslegt
áður en þetta gengur upp, en ekkert að því að prófa og prófa aftur. Með góðri
kennslu og stuðning inn í bekk. Lið sækir fram með því að kasta disknum eða
hringnum á milli sín, ef hann lendir í gólfi, vegg eða lofti fær hitt liðið
hringinn, ekki má snerta andstæðinginn, ef samherji grípur utan vallar á þeim
enda vallarins sem sótt er að fær liðið stig. Þetta er frábær leikur, allir
virkir, bæði hægt að hafa tvo eða þrjú lið á bekk og ekkert að því að spila í
litlum sölum.
Ratleikir
Ýmis leiktæki
Svæði
Lið
Hokký eða Bandý
Póló eða sundknattleikur
Með mörk
Án marka
Sömu reglur og með mörk. Auðvelt og skemmtilegt er að nota allann bakkann sem mark. Mjög vel kemur út að nemendur verði að leggja boltann eða það sem spilað er með, getur líka verið t.d. armkútur á bakkann og þannig fái þeir stig.
Vatnsleikfimi
Vatnsballet
Dýfingar
Tennis
Vikur
Viðvera
Stundatafla Íþróttaval
Klúbbar
Sýnikennsla
Verann
Geymsla
Búningsklefar
Tónlist
Eyrnatappar
Fatnaður
Innkaup
Kynningar
Kynningar á íþróttafélögum í nágrenni skólans eru afar mikilvægar. Ég hef ár hvert boðið félögum að koma með kynningar á sinni grein, félögin hafa takið jákvætt í þetta en hingað til hafa þó því miður ekki mörg látið sjá sig, með það að markmiði að þeir nái til sín iðkendum. Það er hagur skólakerfisins að sem flestir stundi íþróttir utan skólatíma sem innan og sem oftast. Rannsókn virkt prófessors sýndi að hérlendis væri samband milli þess að æfa íþróttir oft í viku og betri námsárangurs. Nokkur sérsambönd hafa sent kynningarfulltrúa, ég man í svipan eftir Glímusambandinu og Handknattleikssambandinu. Glíman var vinsæl eftir kynningu hennar og margir nemendur fóru á glímumót og unnu til verðlauna.
Hrós
Hrós er eitt af því mikilvægasta í uppeldi. Þegar maður sér hlutina gerða VEL ekki endilega rétt eða eins og þú vilt hafa þá heldur að maður sjái einstakling leggja sig virkilega fram og reyna þá er gott að hrósa það kallar á að hann reynir aftur og jafnvel en betur. Maður getur hlutina með því að reyna. Passið ykkur þó á því að segja ekki þetta er gott hjá þér, þá getur þér virkað neikvætt, eins og það sé miðað við eitthvað. Segðu frekar einfaldlega hátt og skýrt gott eða mjög gott og meintu það. Krakkarnir lesa fljótt í gegnum tónin ef það er sagt meiningarlaust þá getur hrósið verið nærri sem refsing.
Fjöldi
Mikilvægt er að reyna hafa ekki of marga nemendur í einu í íþróttasal eða laug. Tveir bekkir í einu þrátt fyrir að tveir kennara séu á staðnum er of mikið. Hávaðinn og lætin verða svo mikil að samskiptin sem eiga sér stað eru ekki rétt. Hvorki milli nemenda né milli kennara, nemenda og annars starfsfólks íþróttahúsins. Þrátt fyrir tjöld sem skipta má salnum niður með er aldrei fullkomin hljóðeinangrun í þeim og sjaldan er hægt að skipta þeim sölum niður jafnt. Það er því mikið betra kerfi þar sem einn bekkur kemur í einu og einn kennari. Svipaða sögu má segja um skólalóðina ef möguleiki er á að skipta nemendum niður er það mun betra en láta alla vera úti á sama leiksvæði. Fjöldi í bekk er líka mismunandi það munar miklu að vera með 10-15 nemendur líkt og reglugerð í sundi segir til um að hver kennari megi hafa vegna öryggissjónarmiða en að hafa allt að 30 nemendur í sal. Það munar miklu um fjöldan frá 20 uppí 30. Skólar þar sem stefna er að hafa ekki fleiri en 20 í bekk er góð stefna. Þá gefst færi á að sinna einstaklingnum betur. Auðvitað eru undantekningar sem afsanna þessa reglu, það getur gengið sæmilega að kenna hópi sem eru allt að 30 nemendur en verr í öðrum sem eru jafnvel færri nemendur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir vandanum og leysa hann ekki láta heilt skólaár eða jafnvel fleiri en eitt líða með of miklum látum í bekk sem bitnar á nemendum, kennurum og öðru starfsfólki, svo og þeim námsþáttum sem kenndir eru. Oft eru það einn eða fleiri erfiðir einstaklingar sem verður að reyna siða en ef það gengur ekki er mun betra að finna þeim önnur úrræði en að láta þá skemma hverja kennslustund á fætur annarri.
Fjöldi íþróttatíma sem nemendur fá er yfirleitt þrír, tveir í sal og einn í sundi eins og stendur í aðalnámskrá. Ég hef kennt í skóla þar sem stefna var að nemendur fengju meiri íþróttir og er það mjög gott. Nemendur þar í 2.-4. bekk fengu þar þrjá íþróttatíma í sal sem kom mjög vel út. Ég er á því að eftir því sem íþróttatímunum fjölgar þeim mun betra skólastarf. Þetta smitar út frá sér í betri námsárangri í öðrum greinum, börnin fá meiri hreyfingu og verða virkari í örðum greinum fyrir vikið. Máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama á hér vel við og rannsókn prófessors hefur sýnt að þeim mun fleiri íþróttaæfingar á viku þeim mun betri námsárangur.
Samskipti
Fimmleika bolti
Aðstaða
Sund
Knattspyrna
Handknattleikur
Tennis
Því miður eru ekki margir tennisvellir við eða á skólalóðum, það væri þó frábært að sjá. Oft sér maður slíka velli erlendis og til eru nokkrir vellir á landinu sem betur fer en synd er að sjá að þeir eru yfirleitt utan skólalóða. Salirnir eru flesir of litlir fyrir þá bekki sem þar eru til að spila tennis nema með löngum biðum.
Fimmleikar
Siglingar
Badminton
Skautahallir
Hlaup í skarðið
Reiptog
Skautar
Fimleikar
Vetrarferðir Skottaleikur
Allir fá skott t.d. bönd sem skipt er í lið með, eða hverskonar stimla, jafnvel hægt að notast við sippubönd. Leikmenn eiga að hlaupa og reyna ná skotum af öðrum. Náist aukaskott má halda á því en ef maður hefur eitt eða fleiri í hendi og ekkert aftan á verður maður að setja skott aftan á sig. Missi maður skottið sitt og hefur ekkert í hendi má láta viðkomandi vera úr en besta aðferðin finnst mér vera að þá eigi leikmaður einfaldlega að reyna ná sér í skott. Það er leiðinlegt að vera úr eða þurfa að bíða. Dans Fallhlýf Trampólín Frjálst og
val Taktu þátt
NÚNA í að mynda leikjabankann. Tölvupóstur Símbréf Símanúmer Lokaorð Með vinsemd
og virðingu,
Til eru hinar ýmsu útfærslur af ratleikjum. Ég hef ekki farið í marga en reyni hér að rifja upp það helsta. Við Ragnhildur Skúladóttir íþróttakennari í Háteigsskóla vorum með ratleik í Öskjuhlíð sem Anton Bjarnason lektor í KHÍ útbjó með okkur og við létum nemendur í Háteigsskóla leysa allskyns þrautir. Nemendum var skipt í hópa. Stöðvum var dreift um hlíðina og á þeim voru verkefni sem nemendur áttu að leysa á blað sem þeir voru með. Þegar allar stöðvarnar voru komnar á blaðið sem nemendur voru með kom út ákveðið orð. Þetta gekk þokkalega en mikilvægt er að nemendur séu vel upplýstir og viti hvert þeir eiga að fara og koma í lokin. Við létum nemendur fá kort sem gekk ágætlega. Líka er hægt að fara í ratleiki með áttavita og gps staðsetningartæki. Staðsetningartækin eru alltaf að verða ódýrari og ódýrari og gaman væri að skólar hefðu aðgang að nokkrum slíkum. Nýjasti ratleikur sem ég man eftir var fyrir foreldra sex ára barna í Lækjarskóla þar sem þau áttu að fara í hópum um skólan og kynnast því sem þar var að sjá. Bráð snjöll hugmynd til að fá fólk til að vinna saman og skoða sig um. Að lokum minnist ég á ratleik sem Beinvernd sendi inn í skólana og er mjög vel uppsettur. Slíka leiki má útbúa um hin ýmsu málefni og er tilvalið samvinnuverkefni íþrótta og annarra málefna. T.d. er mjög auðvelt að útbúa ratleiki um sagnfræði, stærðfræði og í tungumálum svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar væri gaman að hafa samvinnuverkefni líkt og að nemendur útbúi spurningar og svör í einhverri námsgrein og reyni síðan spurningarnar í íþróttatímum.
Eflaust er hægt að skirfa óendanlegan lista yfir leiktæki en mig langar að gera tilraun til að setja saman lista sem gaman væri líka að fá innlegg inn í. Munið að senda leiki, leiktæki og annað efni sem ykkur finnst að eigi heima á vefnum til arnthorr@yahoo.com. Hér kemur stutt upptalning á þeim leiktækjum sem ég man í svipan eftir í von um að upptalningin víkki sjóndeildarhring einhverra og hún minni mig sjálfan á leiktæki:
Kaðlar
Kaðall
Sippubönd, munið að hafa mismunandi stærðir fyrir mis stór börn
Snúsnúbönd
Frispý, bæði til diskar úr svampi, plasti og hringir sem fljúga langt
Gjarðir, bæði til úr tré og plasti
Tvíslá
Jafnvægisslá
Hringir
Dýnur
Keilur
Kasthringir og eitthvað til að kasta þeim á
Handboltar
Körfuboltar
Fótboltar
Svampboltar
Flugvélar
Bátar
Tennisboltar
Blakboltar
Medisen boltar
Teygjur
Lóð
Hestar
Kistur
Kubbur
Bretti
Bekkir með krækjum fyrir rimla
Mörk
Súlur
Rimlar
Hendur
Fætur
Hoppuboltar
Vesti
Badmintonspaðar
Tennisspaðar
Badmintonflugur
Hjólabretti
Snúningsbretti
Jafnvægisbretti
Körfur
Fallhlýf
Boccia
Baunapokar
Stultur
Hástökkssúlur
Blaknet
Badmintonnet
Tennisnet
Tjöld
Borð
Stólar
Rólur
Vegasalt
Kastalar
Sandkassar
Leikjasafn
Hljómtæki
Kassettutæki
Geislaspilari
Hljóðnemi
Hátalarar
Geisladiskar
Kassettur
Útvarp
Fjarstýring
Blýantar
Blöð
Vagnar fyrir dýnur
Kerrur fyrir bolta
Hægt er að skipta sal eða velli í 2 eða fleiri svæði og hafa á hverju svæði ákveðna leiki, t.d. hokký á einu svæðinu, hringþjálfun á öðru og fótbolta á því þriðja. Þetta virkar oft mjög vel. Skipt er eftir ákveðin tíma, þau sem voru í hokký fara í hringinn, þau sem voru í hringnum í fótbolta og þau sem voru í fótbolta í hokký. Tryggið að allir fái að fara í allt annars er hætt við að nemendur verði vonsviknir. Miðað við 40 mínútna kennslustund getum við gengið út frá að ef um þrískiptingu er að ræða er gott að hafa 10 mínútur á hverri stöð og í tvískiptingu 15 mínútur. Í fjórskiptingu er er tíminn kominn niður í um 8 mínútur á hverri stöð en þá verða að vera mjög stuttar útskýringar og helst geta notað uppstillingu áfram í næstu kennslustund því lítill tími er afgangs til að ganga frá.
Mjög margar aðferðir eru til við að skipta í lið. Margir kannast við að kjósa í lið. Varist þessa aðferð! Hætt er við að sömu einstalingarnir séu valdir síðast aftur og aftur og það þýðir mikla stimplun. Þessi aðferð kallar líka á það að nemendur verða velja á milli nemenda sem getur valdið miklu hugarangri og einelti.
Mun manneskjulegra er að gefa nemendum einfaldlega númer, 1-2 ef skipta á í tvö lið, 1-2-3 ef skipta á í þrjú lið eða 1-2-3-4 ef skipta á í fjögur lið. Með þessari aðferð er valið af handahófi, en þeir sem reynt hafa þessa aðferð reka sig ef til vill á að nemendur reyna að færa sig til að lenda með ákveðnum í liði. Því er gott að breyta af og til um aðferð við að raða í lið og segja áður en maður byrjar að raða í liðin að nú sé bannað að færa sig.
Önnur mjög einföld aðferð er að velja alla sem eru t.d. með einhvern lit í fötum fari verði saman í liði o.sfrv. Eða enn auðveldari aðferð að láta nemendur fara í einfalda röð og telja t.d. þessi fjögur séu saman, næstu fjögur o.sfrv. Enn ein aðferð er að velja tvo leikmenn til að fara á einhvern stað sem þeir sjá ekki til og gefa öllum öðrum númer sem þeir velja síðan til að koma til sín. Í þessari aðferð verður að láta þá sem fengu númerin raða sér þannig að ekki sjáist eftir hvaða kerfi þeim var gefin númer.
Öllum þessum aðferðum má kenna nemendum að nota svo þeir sjálfir velji af manneskjulegri hætti en eftir getu með þeirri stimplun sem það þýðir að vera valin síðastur. Ef til vill bendir einhver á að það sé besta leiðin til að fá jöfn lið sem nokkuð er til í og því er í lagi að hafa af þessa aðferð af og til en alls ekki alltaf. Við megum ekki gleyma að leyfa þeim sem eru góð í þeim leikjum sem spila á njóta sín, toppurinn á pýramítanum dregur aðra með sér.
Höfum þó hugfast að við erum ekki heimsmeistarar í fyrsta sinn, hver veit nema einhver sem jafnvel er valin síðastur í lið gæti orðið góður síðar eins og mýmörg dæmi hafa sannað í ýmsu greinum.
Vinsælt er að leika sér í hokký, einn til fimm í liði er ágætt. Ekki hafa of marga því þá myndast oft löng bið eftir boltanum eða eftir því sem spilað er með. Þó er hægt að hvetja leikmenn til að sækja að boltanum og sýna að þeir séu fríir. Hægt er að spila með sérstökum kylfum og hokkýboltum. Boltarnir eru léttir og holir úr plasti með götum. Einnig er hægt að spila með: litlum boltum t.d. tennisboltum eða litlum gúmmíboltum, hring eða kokk eins og sumir kalla. Alltaf er gaman að skora mark svo hafið mörkin frekar stærri heldur en of lítil. Mörk er auðvelt að útbúa með keilum, súlum, venjulegum mörkum eða sérstökum litlum hokkýmörkum, einnig er ágætt að leggja leikfimi bekki á hlið en það skapar slysahættu, þó ég hafi aldrei lent í því að nemendur meiði sig alvarlega þá skulum við reyna draga úr hættum. Auðvitað geta slys gerst hvar sem er en okkar hlutverki er að reyna forðast þau. Mikilvægt er t.d. að útskýra fyrir nemendum að halda um kylfur með báðum höndum, halda kylfunum í gólfi eða að bannað sé að lyfta þeim upp fyrir hné. Gott er að útskýra að ekki sé gott að fá kylfur í fætur, eða jafnvel í andlit með tilheyrandi mari eða fari eftir kylfuna, slík útskýring fær þau til að hugsa um það hvernig þeim þætti sjálf að fá slík högg. Ekki hræðast að taka iðkendur út af t.d. í tvær mínútur til brjóti þeir reglur, ef þeir brjóta reglurnar ítrekað er ekkert til fyrirstöðu að taka þá út af það sem eftir er tímans. Munum eftir gula og rauða spjaldinu í íþróttum það skylja nemendur.
Póló er vinsæll leikur í sundi sem hægt er að spila á marga vegu. Ekki er skylirði að hafa mörk þó vissulega sé skemmtilegt að setja þau upp eða útbúa sé færi á því.
Ég veit að til eru mörk í Sundhöll Hafnarfjarðar og Sundhöll Reykjavíkur. Einu 25 m innilaugum höfuðborgarsvæðisins, sú fyrri frá 1937 og sú síðar nefnda frá 1943. Við íþróttakennarar eigum að standa vörð um okkar aðstoðu, látum í okkur heyra um aðstoðu. Það er mun öruggara að kenna í innilaug en úti og höfum þær 25 metra, 12,5 og 16 og 2/3 nýtast ekki nærri eins vel. Það er ekki mikið mál að láta setja upp mörk til að hægt sé að fara í sundknattleik. Ein kennslustund t.d. fyrir áramót og önnur eftir áramót er tilvalið að spila alvöru sundknattleik. Skipt er í tvo eða fleiri lið, ágætt er að miða við svipað og í öðrum boltagreinum að ekki hafa of marga í liði, 4-8 er ágætt sem ætti að vera í samræmi við þann fjölda sem reglugerð segir til um að við kennarar meigum kenna fjölda nemenda það er 10-15 á hvern kennara. Betra getur verið að hafa 4 í liði og þrjú lið heldur en tvo sex manna lið. Láta eitt bíða, en prófið og skoðið hvernig virknin er. Hefjið sundknattleikin á því að merkja bæði eða annað liðið með sundhettum, hægt er að kaupa ódýrar og endingargóðar tau sundhettur, sem láta má þvo af og til í þvottavélum sundlaugana. Munið að láta þurka þær svo þær fúlni ekki. Eftir að liðin eru auðkennd með sundhettunum látið þá liðin halda í bakka þeim megin sem þeirra mark er og kastið boltanum, helst nákvæmlega í miðja laug og um leið og knötturinn lendir í vatninu meiga nemendur synda til að ná knettinum. Ágæt regla er að ekki megi snerta mótherja og ekki megi stíga í botn en þar sem því verður ekki við komið sökum grunnra lauga er hægt að segja að ekki megi taka skref, né standa upp. Ef mikill dýptarmunur er á vallarhelmingum er mikilvægt að skipta um mark í hálfleik. Það er líka ástæðan fyrir því að annað markið í Sundhöllunum sem hér að framan greinir er minna, það mark á að vera í djúpu lauginni. Nemendur læra helling að synda í svona leik og mörgum sem ekki finnst hin almenna sundkennsla skemmtileg fer að finnast hún skemmtilegri fyrir vikið ef þessir leikir eru af og til, gott er t.d. að hafa þá reglu að leikmenn megi reka knöttinn án þess að halda í hann eða jafnvel án þess að snerta hann. Það er vel hægt og gengur vel.
Af og til er líka í lagi að leyfa nemendum að snertast, leyfa t.d. strákunum að fá smá útrás með því að takast á. Það verður þó að fylgjast með slíkum leik en ég hef oft reynt þetta algerlega án slysa, auðvelt er að kenna þeim hvað má og hvað ekki. Þetta finnst þeim mjög gaman.
Vatnsleikfimi er hægt að gera á hvaða aldurskeiði sem er, þá er unnið með mótstöðuna í vatninu með allskonar hreyfingum. Tilvalið er að breyta út af hefðbundinni sundkennslu og hafa tíma af og til í vatnsleikfimi. Sem dæmi má láta færa fót fram og aftur þegar staðið er með hinum fætinum og haldið í bakkann með annari hendi. Annað dæmi um æfingu er að færa hendur saman og sundur með beina eða bogna arma undir vatnsyfirborðinu. Notið hugmyndaflugið hvaða æfingar eru teknar fyrir hverju sinni, einnig væri gaman að fá æfingasafn sent hingað inn, æfingar sem virka og eru vinælar.
Syncro swimming er mjög vinsæl íþrótt erlendis en hefur þó átt erfitt uppdráttar hér á landi. Ég held að sé þessari grein sinnt væri hægt að ná inn góðum hópi. Líkt og í öðrum greinum þarf þjálfara og hóp. Um leið og aðstaða og þjálfari er komin og starf sem þetta auglýst held ég og reynsla mín er af hinum ýmsu greinum íþrótta að þá fer greinin af stað. Ég hvet sund-, ballet og fimmleika áhugamenn um að skoða þennan möguleika mjög vel. Syncro er Ólympíugrein. Ég hef af og til reynt hinar ýmsu æfingar, flot og kúnstir sem virka mjög vel og nemendur finnst skemmtilegar.
Dýfingar er hátt skrifuð íþróttagrein erlendis en hefur því miður ekki náð útbreiðslu hér á landi svo einhverju nemi. Til eru þó nokkur stökkbretti, meðal annar í Sundhöllinni í Reykjavík, einu 25 m innilaug Reykjavíkur þar er 3 metra hátt bretti sem vekur ávalt mikla lukku meðal skólanemenda og er það eitt það vinsælasta leiktækið þegar er frjálst í sundi. Nemendur sigrast líka á miklvægum hlutum á brettinu, líkt og loft- og vatnshræðslu. Þeim eykst sjálfstraust og ég get tvímælanlaust mælt með háum brettum. Það þarf ekki að vera mjög dýr kostnaður að setja upp há bretti við laugar en dýpt laugana verður að vísu að vera nokkuð djúp. Erlendis eru mjög mörg bretti í mismunandi stærðum, ég hef séð og reynt við ýmsar laugar frá 1 - 15 metra. Keppt er meðal annars í dýfingum á Ólýmpíuleikum.
Erfitt er að nýta litla sali í tennis en þó er mikilvægt að gleyma ekki þessum skemmtilega leik. Það er hægt að hafa Tennis á útisvæðum eða í sal og hafa líkt og ég reyndi um daginn að hafa útsláttarkeppni í litlum sal. Nemendum fannst það mjög skemmtilegt og ekkert að því að heill bekkur með yfir 25 nemendum þyrfti að bíða á meðan tveir spiluðu, sá sem tapaði settist hinum megin í salnum og þannig koll af kolli. Við megum ekki festast í því að alltaf þurfi allir að vera á fullu og gleyma svona skemmtilegum greinum. Drengur kom til mín sem var að æfa Tennis í Tennishöllinni í Kópavogi og spurði hvort hann mætti koma með spaða sem ég leyfði honum og þetta var mjög skemmtileg kennslustund, auk þess sem við ræddum við hann um tennisæfingarnar í von um að fleiri fari að æfa. Munum að kynna sem flestar greinar yfir veturinn, í þessu samhengi man ég eftir rannsókn prófessors er sýndi að þeim mun fleiri æfingar á viku þeim mun betri námsárangur í skóla. Höfum það sem markmið að koma sem flestum til íþróttafélagana. Margar æfingar er hægt að gera í tennis og minni ég á kaflann um Badminton en einnig væri gaman að fá meiri tenniskennslu t.d. í námi hjá ÍSÍ og ÍKÍ, núverandi KHÍ.
Ágætt er að skipuleggja veturinn út frá 4-8 vikna tímabilum. Þetta þýðir að t.d. fyrstu 6 vikurnar sé annar tímin í vikunni úti, þar sem hlaupin er skólahringur eða hringir síðan farið í t.d. í knattspyrnu, körfuknattleik eða önnur leiktæki. Hinn tímin í vikunni væri t.d. Handknattleikur inn í sal. Þetta kemur vel út til að kenna greinarnar. Þegar alltaf er skipt um grein verður erfiðara að fylgja eftir því sem var verið að kenna í fyrra skipti en mikilvægt og gott er líka að skjóta inn í örðum greinum af og til, ekki er nauðsynlegt að vera svo stíf á skipulaginu að ekki sé hægt að breyta út af því. Það er líka nauðsynlegt að reyna fara yfir sem flestar greinar, en ekki nauðsyn að fara í þær allar á öllum aldursviðum, auðvitað virka greinar og leikir mis vel á hverju aldurskeiði en verið þó alls ekki feimin við að prófa ykkur áfram. Leikir sem stundum eru kallaðir smábarnaleikir virka stundum mjög vel á eldri nemendur og öfugt.
Mjög mikilvægt er að halda vel utanum viðveru nemenda. Eftir því sem við skráum betur erum við betur undir búin að gefa umsagnir og þekkjum nemendur betur. Ég hleypi nemendum inn í sal úr búningsklefum nær undantekningarlaust þegar 4-6 mínútur eru liðnar af kennslustundinni og út þegar svipaður tími er eftir. Ég er alltaf í húsinu þegar kennslustund á að hefjast samkvæmt sundatöflu en hef mjög strangar reglur um það að nemendur eigi alls ekki að fara í sal áður en ég hleypi þeim inn. Nú segja ef til vill einhverjir að ansi stutt sé eftir af kennslustundinni sem er rétt, en við erum að vinna með skynfærin í skólaíþróttum og ég man eftir því að Janus Guðlaugsson námsstjóri í íþróttum færði rök fyrir því að mun betra væri að hafa tvær til þrjár kennslustundir á viku á mismunandi dögum heldur en að hafa eina áttatíu mínútna kennslustund. Nemendur þurfa ákveðinn tíma til að klæða sig í íþróttafötin og við verðum að gefa þeim þann tíma, ekki vera svo bundin við skipulag töflunnar að þegar önnur kennsla á að ljúka að þá eigi okkar kennsla að hefjast. Það gengur ekki upp og við megum ekki falla í þá gryfju sem ég hef því miður alltof oft séð kennara gera að vera sífellt að reka á eftir nemendum. Nemendur og annað starfsfólk skólana, meðal annars bað- og gangnaverðir eiga rétt á því eins og við að fá sínar frímínútur og við skulum virða þær, ekki hleypa nemendum inn í búningsherbergi þegar þeir eiga að vera í frímínútum, þá erum við líka að mismuna nemendum því að sumir eiga í töflu alltaf að koma í íþróttir þegar samliggjandi tímar eru.
Ég hef undanfarin ár merkt við í dagbækur skólaíþrótta en í ár prentaði ég út úr Stundvísi forritinu nafnalista með auðum hólfum og lóðrétt eða langsum ef svo má að orði komast á blöðin og set í möppu, það finnst mér mun snyrtilegra en krotið í dagbækurnar sem eru ansi litlir reitir. Ég skrifa síðan neðst undir nafnalistanum hvað var í viðkomandi kennslustund sem merkt er efst með dagsetningu. Þetta auðveldar líka yfirsýn yfir hvað hver bekkur hefur fengið og samræmir aðgerðir kennara og bekkja. Ef tveir íþróttakennarar kenna sama bekk, annar einu sinni í viku og hinn annan, getur þetta reynst líka gott kerfi til að hafa ekki sömu áherslur tíma eftir tíma, sem er að vísu ekkert að.
Merkingar sem ég notast við:
. mætt á réttum tíma
x fjarverandi
/ horfir á
s seint
b brottvísun
f fór
Ef nemandi sem horfir á er með miða eða tilkynnt frá forráðamanni set ég t eða m við / merkið. Ef nemandi hefur hins vegar gleymt íþróttafötum heima set ég g eða e sem þýðir þá gleymdi íþróttafötum heima eða ekki með íþróttaföt. Ákveðið kerfi er á í Lækjarskóla sem skylar ágætis árangri gulur miði er einn af mörgum liðum sem segir ekki með íþróttaföt og þeim miða er skilað til umsjónarkennara sem fylgir málinu eftir. Auðvitað getur komið fyrir að nemendur séu stöku sinnum ekki með íþróttaföt og yfirleitt er við foreldra að sakast en þá er einnig mikilvægt að minna þá á hvenær séu skólaíþróttir. Ég hef farið frjálslega með þá reglu hvort nemendur megi vera með, sem ekki séu með íþróttaföt en yfirleitt læt ég þá horfa á og nánast aldrei að vera með alla kennslustundina, nemendur svitna það mikið að það er ekki rétt. Þetta auðveldar mér yfirsýn að merkja vel í viðveruskrá m.a. þegar kemur að umsögn og til að sjá hvaða nemendum þarf að fylgja eftir bæði hvað slæma og góða ástundun varðar. Gleymum aldrei að hrósa, festumst ekki í því að vera sífellt að skammast. Á unglingastigi skila ég vikulega viðveruskrá til skólaritara sem lætur mig nánast daglega hafa tilkynningarlista sem ég færi jafnóðum inn í og ritari fer yfir viðveruskránna sem færð er síðan inn í Stundvísi forritið og nemendur fá einkunn fyrir skólasókn. Það held ég að sé mjög gott og kemur í veg fyrir sífelld skróp sem vilja fara fram hjá skólanum séu hlutir ekki skráðir vel. Reglulega skila ég yfirliti til allra umsjónarkennara, frá 1.-10. bekk af viðveruskrá þeirra bekkja og kunna þeir því bestu þakkir. Þetta kerfi hefur skilað sér í góðu upplýsingastreymi og eftirfylgni sem skilar sér í góðum mætingum og virkni í tímum og að auðveldara sé að grípa inn í vandamál áður en þau eru orðin að stórvandamáli. Brotvísun úr tíma er tilkynnt umsjónarkennara, skólastjórn og forráðamönnum náist í þá tafarlaust auk þess sem hún er sett á gulan miða. Komið hefur fyrir að nemendur gangi úr kennslustund, í algjörum undantekningartilvikum og er það tilkynnt tafarlaust og merkt í viðveruskrá.
Mér finnst reyndar margir kennarar ansi aftarlega í tækninni þegar þeir geta ekki nýtt sér tölvukerfin til vinnuhagræðingar en tvöfalt kerfi er mikilvægt ekki er gott að skrá heldur bara í tölvuna, við þurfum að vita nákvæmlega hverjir voru í kennslustund t.d. þegar kviknar í. Munið því að skrá á pappír, þið takið ekki borðtölvur með ykkur út. En framtíðin er ef til vill þráðlausar fartölvur sem væri draumurinn og mér skylst að séu komnar í marga skóla, gaman væri að heyra af því hvort einhverjir íþróttakennarar séu farnir að nota slíkt.
Kannanir, mælingar og próf skrái ég líka í viðveruskrá og upplýsi um til skólastjórnenda, umsjónarkennara, nemenda og forráðamanna.
Víxll
Skipulag þar sem víxlað er mjög ólíkum aldri í töflu er óþolandi í uppstillingum í sal, t.d. að hafa 10. síðan 1. síðan 8. og þá 2. bekk. Mjög ólíkar áherslur eru á milli þessara bekkja bæði hvað kennsluaðferðir og uppstillingar í salnum varðar. Tökum dæmi fyrir 1. bekk er mjög gott að hafa hringþjálfun eða stöðvar með leiktækjum en fyrir unglinga leiki og knattleiki og síðan kemur kannske aftur 2. bekkur sem eru svipaðar áherslur og hjá 1. bekk. Það væri mun betra að hafa samfellu í uppstillingu í tölfunni. Ég er viss um að flesir sérgreinakennara kannast við þennan vanda og við verðum að standa fast á því til að skipulag okkar verði markvisst að svona uppröðun í tölfu sé með algerum undantekningum og helst ekki. Ég veit að oft er erfitt að öll taflan sé eins og við viljum, það eru nokkrir þættir sem hafa áhrif en ég vona að þetta vekji okkur enfrekar til umhugsunar. Mig grunar að við vitum þetta flest, líka skólastjórnendur en ef til vill er talað um þetta í lokuðum hópum. Ræðum þetta innan okkar fagfélaga og fáum þau í lið með okkur.
Ég hef í nokkur ár kennt íþróttavali. Bæði tekið fyrir bóklega tíma og verklega. Í bóklegu tímunum kynnti ég námsleiðir á íþróttabrautum og kennaranám og fór í undirstöðuatriði þjálfunar. Til eru námsbækur en verklegu tímarnir nýtast mjög vel, þar sem nemendur velja um íþróttagreinar. Þetta er val og meiri hreyfing er af hinu góða.
Félagsstörf í skólunum bjóða upp á ýmsa möguleika þar á meðal að hafa íþróttaklúbba. Ég er að fara af stað með íþróttaklúbb tvisvar í viku, einu sinni fyrir stúlkur og einu sinni fyrir drengi í 8.-10. bekk. Ég hef líka tekið að mér svipaðan klúbb fyrir nemendur í 5.-7. bekk sem gekk líka mjög vel. Um að gera er að nýta íþróttahúsin og að auka hreyfingu ungmenna er af hinu góða. Nemendur geta í samráði við kennara skipulagt hvað þeir vilja hafa í hverjum tíma og þeir sjá sjálfir um að auglýsa klúbbinn í samstarfi við félagsmálastjóra og nemendaráð.
Laun
Oft er gott að kennari sýni sjálfur en líka mikilvægt að láta nemendur sýna. Varist að velja alltaf sömu nemendur til að sýna og reynið að velja að handahófi. Ein ágæt aðferð er t.d. að loka augum, snúa sér í nokkra hringi og velja einn með lokuð augun, yngri börnum finnst þetta mjög sniðugt t.d. að spyrja hópinn eru krakkarnir hérna og ganga frá þeim og svo koll af kolli þar til þau kalla já eða nei. Þessi aðferð er líka ágæt þegar valið er hverjir meiga vera hann.
Að fá að vera hann getur verið mikið kappsmál fyrir marga og sárt að fá aldrei að vera hann. Ein ágæt aðferð er t.d. að loka augum, snúa sér í nokkra hringi og velja einn með lokuð augun, yngri börnum finnst þetta mjög sniðugt t.d. að spyrja hópinn eru krakkarnir hérna og ganga frá þeim og svo koll af kolli þar til þau kalla já eða nei. Þessi aðferð er líka ágæt þegar valið er hverjir meiga vera hann. Önnur aðferð er ágæt að láta nemendur velja númer frá einum og uppí ákveðna tölu og sá sem er næst tölunni sem kennari velur fær að vera hann. Þessari aðferð er þó erfitt að beita þegar margir eru í hóp. Stundum er líka í lagi að setja hver vill vera hann og þá fær sá sem er fyrstur eða tveir fyrstu að vera hann. Það er allt í lagi að láta tvo eða fleiri verann. Önnur aðferð sem ég man í svipan eftir að hafa beitt er að láta alla hlaupa yfir og sá sem er fyrstur eða síðastur fær að vera hann. Í þessu líkt og öðru er fjölbreytnin mjög mikilvæg. Reyndu að hafa það fjölbreyttar aðferðir að nemendur sjái ekki hvaða kerfi verður notað og geri nýtt sér það til að svindla.
Í áhaldageymslu er mikilvægt að halda reglu og að nemendur leiki sér ekki þar inni heldur sæki áhöld til að leika með. Þetta þarf ítrekað að segja nemendum og mikilvægt að fylgja eftir til að forðast að slys gerist á þessum stöðum sem gætu farið fram hjá kennara. Leyfið ekki nemendum sem eru ekki með íþróttaföt vera að leika sér í áhaldageymslunni. Ágætt er að nýta þá til að taka til en mikilvægasta reglan er að láta hópinn ganga frá eftir sig og setja áhöld á rétta staði, þannig að aðgengilegt sé fyrir næsta hóp að ganga að áhöldunum. Það gengur vel á öllum aldurstigum að láta nemendur ganga frá, 1. bekkur og forskólaaldur þarf meiri aðstoð en getur vel gengið frá eins og aðrir nemendur. Mikilvægt er t.d. í upphafi skólaárs að sýna nemendum hvar hlutirnir eigi að vera og hvernig eigi að koma þeim fyrir.
Ég hef alveg tekið fyrir að geyma úr, hálsfestar eða annað í vasa mínum þegar kennsla er. Ég læt nemendur fara með þetta fram til baðvarða sem hefur hyrslur eða eins og í einu íþróttahúsa sem ég man eftir skápa í andyri þar sem nemendur geta geymt verðmæti og sett aur í sem þeir fá til baka þegar þeir sækja verðmætin. Þetta hefur að sögn starfsfólks þess hús gengið vel, því þau voru að byrja hafa svipuð vandamál og ég bíst við að við kennara könnumst við þegar við geymdum fyrir nemendur verðmæti, nemandinn gleymdi að sækja þau til okkar að lokinni kennslustundinni og við tökum jafnvel ekki eftir því fyrr en við erum komin heim eða þegar við ætlum að þvo fatnað okkar næst og þá munum við ekki eftir því hver bað okkur um að geyma hlutina.
Helsta vandamál búningsklefana er skortur á starfsfólki sem getur gætt þess t.d. að einelti sem er því miður staðreynd að á sér stað í mjög miklu mæli í búningsklefunum stað. Nú er ég alls ekki að segja að það starfsfólk sem fyrir er í íþróttahúsum geri ekki góð störf og ekki heldur að þetta sé nýtt vandamál, en það er samt sem áður staðreynd og hvað sem við getum gert til að leysa það væri af hinu góða. Þegar fullorðin manneskja er til staðar og hefur eftirlit í klefanum eru minni líkur á einelti, grófri stríðni eða áflögum. Þetta kallar á að karlmaður og kona séu á vakt hjá hvoru kyni og einhver til að taka á móti þeim sem eru að koma í húsið. Á göngunum geta líka myndast einelti og læti. Við íþróttakennarar erum flestir sem ég þekki og starfsfólk húsana líka allt að vilja gert til að grípa inn í vandamál, þó skiptar séu skoðanir á því hvar okkar verksvið liggi, sumir vilja meina að við kennararnir eigum ekki að sinna baðvörslu né aðstoð á gangi og búningsklefum, við erum oftast að byrja kenna þegar aðrir eru í sturtu eða að klæða sig eða stilla upp áhöldum eða breyta til að undirbúa næsta tíma. Við eigum auk þess rétt á hléi milli kennslustunda. Mikið hreinlætismál er að nemendur fari í sturtu eftir hvern íþróttatíma en borið hefur talsvert á því að þeir geri það ekki. Gaman væri að heyra hvaða lausnir virka í þessum efnum. Ég hef stungið upp á því að baðverðir skrái nemendur niður sem fara ekki í sturtu en því hefur verið erfitt að fylgja eftir. Baðverðir þekkja vart nemendur og hafa ítrekað verið sakaðir um perraskap svo dæmi séu tekin. Ef til vill væri ráð að hafa uppeldismenntað fólk í þessum störfum en það er ef til vill ekki í samræmi við raunveruleikann, hvað þá að senda starfsfólkið á námskeið sem eflaust hefur verið gert þónokkuð af. Ég hvet fólk til að senda inn ábendingar varðandi þessi mál. Ég hef ekki orðið var við eins mikil læti í almenningstímum, í skólum og á æfingatímum, skyldi einhver munur vera þar á? Og hvað má betur fara?
Reglur
Ég hef stundum sagt að því færri sem reglurnar eru þeim mun minni læti. Það er tilgangslaust að setja haug reglna sem engin viðurlög eru við né vart mögulegt að fylja þeim eftir. Ég er þó hlyntur þeim reglum sem eru í íþróttamannvirkjum, gott er að hafa þau á spjaldi í andyri og búningsklefum og fara yfir þær af og til t.d. í upphafi skólaárs. Aðalatriði í þessu samhengi er þó að kenna nemendum að vera kurteisir og þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta reglur. Það er t.d. ekki kurteisi að reyna brjóta áhöld, glugga eða hafa hávaða. Síðan eru mikilvægar samskiptareglur eins og að rétta upp hönd þegar verið er að útskýra, hvort heldur er kennari eða aðrir nemendur. Ekki reyna yfirgnæfa hávaðan. Þegar svona almennar kurteisisreglur eru virktar gengur mun betur að kenna. Hamra þarf á þessu í nokkur skipti hjá ákveðnum bekkjum, aftur og aftur og beita t.d. þeim viðlögum að taka leikmenn út úr leikjum ef þeir trufla þegar verið er að útskýra og halda því áfram eftir að þeim er bent góðfúslega á það í fyrstu. Pössum okkur á því að verða ekki harðstjórar sem börnin verða hrædd við heldur látum þau skylja hvernig þeim þætti svona ókurteisi sjálfum. Ekki hræðast að taka iðkendur út af t.d. í tvær mínútur til brjóti þeir reglur, ef þeir brjóta reglurnar ítrekað er ekkert til fyrirstöðu að taka þá út af það sem eftir er tímans. Munum eftir gula og rauða spjaldinu í íþróttum það skylja nemendur.
Flauta
Gott er að hafa flautu við hendina, í vasanum eða um hálsinn. Það kemur sér vel af og til að beita henni. Hvort heldur er til að fá hljóð, athygli, gefa merki í leikjum, ræsa eða annað. Varist þó að ofnota ekki flautuna en kennið nemendum hvað þeir eiga að gera þegar þeir heyra flautið.
Mjög gaman getur verið að hafa tónlist af og til en alls ekki alltaf, þegar þarf að útskýra hvort heldur er kennari, nemendur eða leikir þar sem munnleg samskipti þurfa að eiga sér stað. Getur verið mjög truflandi og meiri hávaða valdandi að hafa tónlist. Í ákveðnum leikjum er þó mjög gott að hafa tónlist, m.a. stöðvum og hringjum. Í hringþjálfun er tilvaldið að láta nemendur gera æfingarnar þar til tónlist stoppar og þá verða allir frostnir eða myndastyttur, þetta finnst börnunum mjög skemmtilegt en mikilvægt er að stoppa stutta stund og ekki alltof oft. Við erum líka að vinna í ríkara mæli með skynfærin við að hafa tónlistina á. Í slökun getur líka verið gott að hafa rólega tónlist og látt. Varist að hafa of háa tónlist, til langtíma getur það aukið verulega á áreitin sem þú þegar hefur nóg af. Mjög gott er að hafa fjarstýringu á tækjunum sem notuð eru því að oft þarf að leiðbeina um leið og maður ætlar að stoppa tónlistina, en þó getur maður látið nemendur reyna fyrir sér í æfingunum og útskýrt þegar tónlistin stoppar. Maður nær nánast undantekningarlaust athygli nemenda mjög fljótt þegar tónlistin stoppar og maður áttar sig á því að það er nánast hljóð. Taktur tónlistarinnar er mikilvægur og textarnir eru líka mótandi vöndum því það efni sem við spilum, höfum það fjölbreytt.
Eyrnatappar eða eyrnahlýfar heyrði ég um að væru úrræði sem Vinnueftirlitið stakk upp á eftir að Íþróttakennarafélagið lét gera hávaðamælingar á íþróttahúsum. Mig langar að prófa þetta og ætla upplýsa ykkur hvernig gengur. Oft er maður mjög þreyttur eftir einstaka tíma. Ef einhver hefur reynslu af því að nota eyrnatappa eða -hlýfar í kennslustund látið þá endilega vita hvernig gekk.
Óskráð regla er að íþróttakennarar klæðist íþróttafatnaði í íþróttakennslu, ég held að almennt sé þessi regla virkt, en gaman væri að fá einhver vinnuföt. Ánægjulegt er að Íþróttakennarafélagið hefur sent út eina tvenna íþróttagalla síðustu 7 ár, en þeir duga nú vart til þeirra starfa sem við sinnum dag frá degi alla vikuna, við þurfum líka íþróttaskó, stuttermboli og útifatnað í útiíþróttir. Gaman væri að heyra frá kennurum hvort þeir hafi einhver fjárráð til að kaupa slíkt eða geti notað kvótan í þetta að einshverju leiti sem þeir hafa á ári til að versla fyrir.
Árlega þarf að endurnýja einhver áhöld. Gaman væri að heyra hvort kennarar fá að kaupa allt sem þeir vilja eða hvort mikið vanti upp á. Ég veit að til eru ýmis góð áhöld sem manni langar að nota, en þorir vart að leggja til að keypt verði vegna þess hve dýr þau eru.
Glíma
Refsing
Nánast jafn mikilvægt og hrós er refsing. Krökkarnir vilja að þeim sé refsað og hrósað. Ef þau brjóta af sér í leik eða fara ekki eftir reglum á að segja þeim það útskýra og KENNA. Þegar ljóst að reglurnar eru skýrar og skyldar og greinilegt að viðkomandi er að svindla eða trufla þá á að refsa meðal annars með gulu spjaldi út af t.d. í 2 mínútur eða rauðu spjaldi, farðu í sturtu og sestu fram. Það er þó algert neyðarúrræði að reka nemendur úr kennslustund. Við verðum líka að meta hvaða tilvik við tilkynnum en ég er á því að allt upplýsingastreymi til umsjónarkennara séu góðar upplýsingar eða hvað?
Slæmt er ef einn kennari kennir einu sinni í viku og annar kennari hinn tímann á vikunni. Besta kerfið er að sami kennari kenni báða tímana. Hitt kerfið kallar á mikið skipulag og það eru breyttar áherslur frá kennara til kennara og það sem mikilvægast er að kennari sem kennir börnum aðeins einu sinni á viku kynnist þeim ekki nærri eins vel og sá sem kennir þeim tvisvar eða oftar á viku.
Mjög mikilvægt er að samskipti milli allra sem að skólanum koma séu sem allra best. Milli: Nemenda, kennara, foráðamanna, foreldra og alls starfsfólks skólana. Nýtum okkur nútíma tækni til að koma upplýsingum á framfæri en gleymum heldur ekki því að hittast og ræða málin. Skráum það sem við gerum og komum því á framfæri. Samskipti okkar sem að skólamálum koma líka af hinu góða sem og skólayfirvalda og til almennings, sýnum hvað við erum að gera.
Nútímafimmleikar byggjast meðal annars á æfingum með bolta og það er eitthvað sem maður hefur skotið inn í, í hinum ýmsu æfingum og stöðvum. Þetta er liður sem mætti fræðast meira um og nota meira, geri ráð fyrir að spuni að láta hugmyndaflugið ráða æfingum gæti virkað vel í þessum hluta. Nota má hverskonar bolta en ef til vill eru rauðir gúmmiboltar einna bestir í þessar æfingar. Dæmi um æfingar má reyna að láta boltana rúlla frá annarri hönd í hina, skoppa þeim, kasta hátt upp og grípa, grípa fyrir aftan bak, láta búa til æfingar með einn bolta nokkrir nemendur saman t.d. 2-4 í hóp. Láta þá leika eitthvað ákveðið, t.d. vatn, himinn, sjó, loft, tré eða hvað sem er. Þessar æfingar mætti líka nota í sundlaug, líkt og flestar æfingar og leiki sem á þessum vef er skrifað um.
Aðstæður skapa afrek eru orð sem hafa ber í huga en við megum þó ekki vera svo stíf í afstöð okkar til bættra aðstoðu að við útilokum afrekin. Fjölmargar undantekningar sanna að íslenskir og erlendir íþróttamenn hafa náð á heimsklassa þrátt fyrir aðstöðuleysi. Mér er efst í huga Örn Arnarson og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Örn æfir mest í 25 metra innilaug í Hafnarfirði en hefur þó aðgang að 50 m útilaug og æfir þar alloft í Kópavogi. Eðvarð æfði talsvert í 12,5 m innilaug í Njarðvík en hafði þó aðganga að og æfði oft í 25 metra innilaug á Keflavíkurflugvelli og 50 metra útilauginni í Laugardal. Knattspyrnumenn hafa náð langt og er Ásgeir Sigurvinsson mér efst í huga, þrátt fyrir að engin höll hafi verið hér fyrir knattspyrnu fyrr en síðustu ár. Handknattleikurinn hefur fengið allnokkra uppbyggingu sem er mjög af hinu góða enda ekki ófáir afreksmenn í þeirri grein. Í frjálsum íþróttum hafa Vilhjálmur Einarsson og Vala Flosdóttir bæði unnið ÓL verðlaun, Vilhjálmur silfur og Vala brons og Bjarni Friðriksson í júdó. Því miður erum við að missa fólk úr landi vegna aðstoðuleysis, skyldum við ná að ala upp enn fleiri afreksmenn með bættri aðstöðu? Hér veldi ég upp hugmyndum um bætta aðstoðu.
Sundhöll Hafnarfjarðar og Sundhöll Reykjavíkur. Einu 25 m innilaugum höfuðborgarsvæðisins, sú fyrri frá 1937 og sú síðar nefnda frá 1943. Við íþróttakennarar eigum að standa vörð um okkar aðstoðu, látum í okkur heyra um aðstoðu. Það er mun öruggara að kenna í innilaug en úti og höfum þær 25 metra, 12,5 og 16 og 2/3 nýtast ekki nærri eins vel. Þrjár aðrar 25 metra innisundlaugar eru á landinu, sú stærsta á Keflavíkurflugvelli á yfirráðasvæði hersins, ein gömul úti á landi og sú þriðja síðan 1980 í Vestmannaeyjum. Það er erfitt og beinlínis mjög hættulegt að kenna sund í útilaug á Íslandi, ég hvet til þess að fleiri innilaugar verði smíðaðar sem nýtast öllum. Talsvert margar 10-17 metra inni sundlaugar sem ég tel vera meira baðkör en sundlaugar eru til og reynsla hefur sýnt að þessar laugar eru mun minna notaðar en 25 metra laugarnar, enda geta nemendur sem komnir eru í 5 bekk margir hverjir spyrnt sér á milli bakkana í svo stuttum laugum. Ég kenni ekki sund á veturna í útilaug sök slysahættu, gufu, hálku o.fl. atriða. Ég hvet bæjarfélög að reisa fleiri 25 metra innilaugar og mjög ánægjulegt er að sjá fyrirhugaða 50 m laugar í Hafnarfirði og í Reykjavík, sem er löngu tímabært.
Hægt er að spila knattspyrnu í mörgum íþróttasölum en erfitt er að vera með stóra hópa nema í æfingum í litlum sölum. Glæsilegt er að sjá fótboltahallir rísa líkt og í Reykjanesbæ og heyra fleiri áform um slíkar hallir. Ég bendi á að þarna getur verið m.a. vettvangur fyrir fjölnota íþróttamannvirki t.d. samræma frjálsar og knattspyrnu undir einu þaki. Margir glæsilegir útiknattspyrnuvellir hafa risið, bæði gervi og venjulegt gras og nokkrir malarvellir eru enn við líði. Talsvert er af málbikuðum völlum við skólana, huga ætti að því að hafa frárennsli af heitu vatni undir slíkum völlum til að þeir nýtist betur, synd er að sjá vellina ísi lagða megnið af skólaárinu. Vellir sem frjósa nýtast vart nema síðsumars og snemma á haustin og vorin. Skólaárið stendur hæðst ófáa vetrarmánuði á Íslandi.
Sem betur fer er hægt að spila handknattleik í flestum íþróttasölum landsins, en þó eru nokkrir fulllitlir til þess. Talsvert er af málbikuðum völlum við skólana, huga ætti að því að hafa frárennsli af heitu vatni undir slíkum völlum til að nýta þá betur, synd er að sjá vellina ísi lagða megnið af skólaárinu. Vellir sem frjósa nýtast vart nema síðsumars og snemma á haustin og vorin. Skólaárið stendur hæðst ófáa vetrarmánuði á Íslandi. Gaman væri að sjá fleiri útivelli málaða bæði fyrir handknattleik o.fl. greinar.
Mjög ánægjulegt að sjá fimmleikafélögin fá sína sérhæfðu aðstoðu. Aðstaða sem myndi nýtast skólakerfinu einnig, ef menn sjá færi á að hafa slík mannvirki í námunda við skóla er það gott. Mikill kostur væri t.d. að komast í svampkrifju og almennileg trampólín svo fátt sé nefnt.
Mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppbyggingu siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði þar er vettvangur fyrir skóla að koma og kynnast starfseminni. Hvort heldur sé þegar nógu heitt er til að fara með byrjendur að sigla eða kynnast siglingagreininni innan húsins þegar kallt er í veðri. Ýmsir spennandi bátar, segl og árar eru þar undir þaki. Ég hvet þó bæjarfélög til ef kostur er að hafa alla íþróttaaðstöðu sem næst skólamannvirkjum. Það væri draumaaðstaða að geta farið á nokkra mismunandi sérhæfða staði. Ég hvet fleiri bæjarfélög að reisa eða endurvekja siglingaaðstöðu sína.
Vel er hægt að spila Badminton í flestum íþróttasölum landsins en sérhæfð aðstaða líkt og TBR er eflaust enn skemmtilegri og gaman væri að sjá fleiri slík hús rísa í nágrenni við skólana.
Mér vitanlega eru til tvær á landinu, ein í Laugardalnum í Reykjavík og önnur á Akureyri. Mjög gaman væri fyrir skóla að hafa aðgang að skautasvelli en hægt er að fara í vettvangsferðir sem eru þó kostnaðarsamar og tímafrekar, sérstaklega þegar þarf að fara til annars bæjarfélags. Frábært væri að sjá fleiri bæjarfélög reisa skautahallir eða hafa halda úti skautasvellum, líkt og gert var á Akureyri til fjölda ára. Vinsældir listdans á skautum og íshokký íþróttanna hafa farið ört vaxandi og sýnir það svo ekki verði um villst þegar að aðstaða er reist.
Ég vara við að setja of marga nemendur saman á einum stað, jafnvel þó salurinn, völlurinn eða laugin sé nógu stór, það er þrátt fyrir ókosti skárra að hafa þessi mannvirki opin að hluta til fyrir almenning á sama tíma og kennsla fer fram heldur en að en að safna saman fjölda, þar sem fjöldin fer að verða tveir bekkir eða jafnvel fleiri á sama tíma, slíkt myndar of mikil læti. Sem óreyndum kennara fannst mér nokkuð óþægilegt að kenna á sama tíma sem vissulega er óþægilegra en að vera einn í sal eða laug en það venst. Vissulega er gott að breyta út af hefðinni, brjóta upp kennsluna og hafa sameiginlega tíma af og til og uppákomur og þá er gott að hafa aðgang að stórum húsum, laugum og sölum.
Myndaður er hringur með því að leikmenn leiðast og snúa inn í hringinn. Einn er hann og hleypur umhverfis hringinn og flengir einhvern sem á að hlaupa í gangstæða átt og reyna ná í skarðið á undan þeim sem flengdi. Sá sem nær lokar hringnum og snýr út úr hringnum. Sá sem er hann eftir það hleypur og flengir næsta.
Ágætt er að hafa í íþróttasal 8-12 metra langan kaðal, sem hægt er að skipta salnum með og fara í reiptog. Ágætt er að setja band á miðju kaðalsins sem kennari heldur við og um leið og hann lyfir báðum höndum upp meiga leikmenn byrja að toga. Ágætt er að hafa ákveðnar línur sem allir leikmenn verða að vera komnir yfir til að andstæðingarnir teljist sigurvegarar. Mjög gott er líka að reyna aftur og mjög mikilvægt að jafn fjöldi sé í hvoru liði.
Er ég kenndi í Reykjavík reyndum við árlega að fara í skautahöllina og reyndust þær ferðir heppnast með afburðum vel. Nemendur og kennarar kynntust á allt annan hátt og mjög gaman var að sjá krakkana á svellinu. Mjög gaman væri líka að fá skautafélögin til að kynna sínar greinar fyrir nemendum. Eflaust er hægt að fara á tjarnir eða plön á skauta og sleða. Ég man eftir því þegar ég var barn að ég lék mér alloft á sleða, er það enn gert í dag? Þar sem skólar búa svo vel að hafa svell í næsta nágrenni hvet ég til slíkra útiveru eins oft og unnt er. Munum að það þarf ekki endilega skautahöll til að hægt sé að fara á skauta en hallirnar eru vissulega af hinu góða og mættu vera mun fleiri.
Ýmis fimleikaáhöld eru notuð í hringþjálfun og stöðvaþjálfun, t.d. dýnur, jafnvægis slá, kubbur, hestur og kista. Bretti eru oft sett við kubb, hest og kistu en mikilvægt er að kenna börnum að nota þessi áhöld. Það er mjög gott að sýna rækilega æfingarnar og oft gott að standa við eitt áhaldana og kenna öllum. Einnig getur verið mjög gaman að láta nemendur útbúa æfingar á dýnum og sýna. Nútíma fimleikar með gjarðir og bolta eru líka greinar sem sinna mætti í ríkara mæli, en ég hef þó skotið gjarðaræfingum inn hjá yngri börnunum af og til, t.d. húlla, snúa, rúlla, kasta og ýmsar hlaupaæfingar, hlaupa í kringum gjörðina eftir að henni er snúið og hlaupa um allt í sal og þegar flautað er eða tónlist stoppuð eiga allir að fara inn í sína gjörð eða finna sér félaga til að vera með í gjörðinni. Það getur verið mjög gaman og hollt fyrir krakkana að segja t.d. tveir, þrír eða fjórir saman í gjörðinni. Með þessu verða þau að snertast sem er hollt fyrir marga. Kennsla á kollhnýs, handahlaupi, arabastökki, handstöðu o.fl. er skemmtileg og ætti að gera meira af.
Árlega fara flestir skólar í skíðaferðalög, mikilvægt er að kenna byrjendum og lengra komnum í brekkunum. Þrautabrautir eru frábærar og ættu skólarnir að leggja meira upp úr því að hafa einhverja dagskrá í gangi, þó að ákveðið frjálsræði sé vissulega líka af hinu góða. Engin vandamál hafa komið upp í nær 10 skíðaferðum sem ég hef farið í og blæs ég á þær hræðsluraddir sem ég hef heyrt háværa nokkra fullorðna einstaklinga tala um hættur í skíðaferðum. Þær eru ekki meiri en að ganga yfir umferðargötur. Mjög gaman væri að fá skíðafélög og -deildir að vera með fleiri kynningar á skíðasvæðunum. Það er alltaf gaman að fara í skíðaferðir og þeir kennarar sem fást til að fara með í síkar ferðir eru líka yfir sig hryfnir. Alltaf eru einhverjir sem vilja ekki fara með, en þá er einfalt að finna þeim önnur verkefni eða skylda alla til að fara, tilvalin vettvangsferð. Það má fara í skipulagðar gönguferðir á skíðasvæðunum, í poka- eða sleðabrekkur eða búa til snjókalla og snjóhús. Snjóbretti hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og ekki er meiri slysahætta af þeirri reynslu sem ég hef kynnst. Mér finnst vetrarferðir mjög mikivægur liður í íþróttakennslu og leikjum. Þar sem skólar búa svo vel að hafa brekkur í næsta nágrenni hvet ég til slíkra útiveru eins oft og unnt er. Munum að það þarf ekki endilega skíðasvæði og lyftur til að hægt sé að fara á skíði en lyftur eru vissulega af hinu góða og mættu vera mun fleiri og á fleiri stöðum.
Ég hef ef til vill gert lítið af því í gegnum tíðina að hafa dans en langar að prófa það núna, við lærðum fullt af dönsum í íþróttakennaraskólanum og gaman væri að rifja einhverja af þeim upp og kenna nemendum. Samkennari minn fór þó nokkrum sinnum í Magarena og við létum nemendur alltaf árlega marsera sem gekk alltaf ótrúlega vel. Tvo og tvo saman, í hringi og eftir ákveðnum leiðum í salnum, bæði er hægt að hafa einn bekk eða fleiri og reyndar mun skemmtilegra þegar eru margir. Hægt er að búa til allskonar flækjur og orma úr röðunum sem taka á sig hinar ýmsu myndir, best er að láta hugmyndaflugið ráða ferð.
Hægt er að gera ótrúlega skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar með fallhlýf. Það er hægt að láta leikmenn halda í faldinn, beygja sig niður og rétta úr sér, fara undir fallhlýfina, láta hana fljúga upp í loft með að allir sleppi á sama tíma um leið og rétt er úr sér. Fara undir hana með að færa hana aftur fyrir bak og setjast á hana og þá er eins og verið sé í tjaldi. Hægt er að láta bolta ofan á fallhlýfina og láta hann skoppa í öldum og líka hægt að láta hann eða þá skoppa mjög hátt upp með stórum hreyfingum.
Eftir slys í íþróttakennslu þar sem féll dómur fyrir nokkru hef ég tekið þá afstöðu í íþróttakennslu að hafa ekki trampólín nema þegar ég stend allann tímann við það. Gleymum þó ekki að hafa það. Það eru svo óteljandi margar og skemmilegar æfingar hægt að gera á þeim. Því miður eru í flestum íþróttahúsum lítil eða jafnvel engin trampólín en risastór væri gaman að hafa.
Mig langar að enda upptalninguna á því að minnast á eitt af því sem mér finnst
mjög mikilvægt í grunnskóla, það er að kenna börnum hreinlega að leika sér
frjálst, ég held að þetta sé að verða enn mikilvægara í nútíma þjóðfélagi, ég
heyrði í Kastljósinu athyglisverða rannsóknir, að börn leika sér ekki eins
frjálst og var, ég hef einnig heyrt að sumir telji hreyfiþroska farið aftur en
ég hef líka heyrt að félagsþroski hafi farið aftur. Hætt er við því að í
markaðsþjóðfélaginu erum við að verða símötuð. Það þarf ekki að keyra okkur
hvert sem er, það þarf ekki að leiðbeina okkur í öllu, það þarf ekki sífellt að
vera mata börn. Leyfum þeim að njóta sín á eigin forsendum. Leggjum inn nokkra
þætti og leyfum þeim líka að velja. Oft er ég með val, bolta þarna, leiktæki
þarna og kaðla þarna svo einhver dæmi séu tekin, svo geng ég á milli, hvet þau
og virki til að leika sér á eðlilegan og kurteisan hátt saman, án átaka og
rifrilda, leyfa þeim að prófa, reyna og hvet þau áfram, ef ekki er nóg af
áhöldum fyrir alla er einfalt að kenna þeim umburðalyndi og að leyfa félögunum
líka að prófa. Þá verður þér leyft líka! Og þannig eignast þú vini sem þú getur
leikið þér með. Eftir svona tíma hvort heldur er að hluta til eða heilu
kennslustundirnar, sem er ekkert að því að hafa af og til ljóma börnin maður
fær oft virkni hjá þeim sem draga sig stundum í hlé og þau verða virkari fyrir
vikið í öðru sem þau fengust jafnvel ekki til að reyna áður, skyldi þetta vera
í samræmi við það sem ég myntist á hér áður að ég hafi heyrt félagsþroska hafa
farið aftur, en af hverju, eru áherslur í uppeldi breyttar? Skyldi þetta
hjálpa, mér finnst andrúmsloft verða annað í kennslunni, ég fæ traust og aðrir
nemendur fá traust. Barn er barn.
Hafir þú leiki, auglýsingar, fyrirspurnir eða ábendingar til að leggja inn í
leikjabankann hafðu þá endilega samband NÚNA á meðan þú manst eftir því með
tölvupósti, faxi eða símtali.
Til að senda mér tölvupóst geturðu smellt á netfangið mitt arnthorr@yahoo.com eða tekið afrit af því,
límt fyrir aftan orðið til, to, cc eða bcc í póstforritið eða kerfið sem þú
notar. Ef þú notar tvo síðustu möguleikana verður þú að setja annað netfang í
til eða to, annars fer tölvupósturinn ekki langt. Munurinn á bcc og öðrum
valmöguleikum er sá að bcc viðtakendur sjást ekki hjá hinum. Mundu að skrifa
inn texta eða líma hann inn í póstforritið úr öðrum forritum eða og hengja
viðhengi við bréfið, merkja með nafni og senda! Einn önnur smá ábending er að
alltaf er betra að setja texta inn í póstforritið heldur en að hengja við
forritið sökum hræðslu við vírus. Gott er að vita hvernig viðhengi þú ert að
taka á móti. Virk vírusvarnarforrit geta komið í veg fyrir vírusa en hafðu þó
hugfast að þau finna þá ekki alla. Þú þarft þó ekki að hræðast um of vírusa... getur
skoðað endirinn á nafni skjalana, varastu að opna skjöl sem enda á .src nema þú
vitir nákvæmlega hvað þú ert að taka á móti. .src þýðir að skjalið er
skrifanlegt og getur t.d. skrifað yfir allar .jpg myndir á harðadisknum þínum.
Að lokum hérna í fræðsluhorninu er því gott að taka reglulega afrit af .jpg
myndum, t.d. með að brenna þær á geisladiska sem er einna ódýrasta og
endingalengsta lausnin.
Til að senda mér símbréf eða fax í Lækjarskóla er faxnúmerið 565 5185 MUNDU AÐ
MERKJA FAXIÐ: “Berist til Arnþórs íþróttakennara” og frá hverjum það berst
viljirðu láta nafn þíns getis.
Einnig má hafa samband við mig í Lækjarskóla á viðtalstíma á mánudögum klukkan
14:35 til 15:15 í síma 555 0585 eða í íþróttahúsinu í síma 555 1385 og utan
skólatíma má reyna ná á mér í síma 899 9498.
Gaman væri að heyra frá þér, hjálpaðu við að mynda gagnabanka um leikjasafn og
sendu inn smá lýsingu á leikjunum sem virka hjá ykkur, þó ekki væri nema einn
myndi það hjálpa. Láttu í þér heyra núna! Verum ekki öll að finna upp hjólið
heldur vinnum saman, einnig væri gaman að fá litlar myndir sendar (nokkur kb.
alls ekki mb.) af uppstyllingum í sal, laug eða á lóð og öðru skemmtilegu úr
starfinu. Mundu að geta ljósmyndara. Einnig mætti senda stuttar hreyfimyndir,
en munið að senda alls ekki mb. í tölvupósti þannig efni er mun betra að fá á
geisladiskum. Hér er um tilvalið samvinnuverkefni í íþróttum, ljósmyndun,
myndmennt og upplýsingatækni. En í dag heyrir maður íþróttakennara nefnda
leikfimi kennara og skólaíþróttir leikfimi. Er nokkuð af því? Íþróttafræði er
af hinu góða en leikfimi líka.
Mig langar að hafa lokaorðin gleymum aldrei að börn eru börn og leyfum þeim að
vera það eins lengi og kostur er, skellum ekki boltaleikjum á frá 4. til 6.
bekk og höfum nánast ekkert annað eftir það í íþróttum eða í leiktækjum á
skólalóð. Jafnvel fullorðnir hafa líka gaman af því að leika sér, því fleiri
leiktæki og leikir því minni átök. Þessu til stuðnings minni ég á að eftir að
leiktækjum fjölgaði í sundlaugunum snar minnkuðu kaffæringar og almenn
vatnshræðsla, leikir og leiktæki eru eitt besta vopnið við að sigrast á henni.
Skyldi ekki vera samband þarna á milli áfloga og láta á skólalóðum, börnin
finna sér alltaf eitthvað að leika að, ef ekki er bolti, róla, sandkassi,
leiksvæði til að fara í leiki byggist leikurinn á því að stríða eða slást.
Arnþór Ragnarsson
íþróttakennari ©