Lækjarskóli

Kannanir

Reglur

Starfsfólk

Íþróttir

Slóðir

Myndir

Leikir o.fl.





Vefari




Íþróttafréttir Lækjarskóla ALLIR á listann!                                                                   - Smellið til að skrá á netfangalista íþróttafrétta Lækjarskóla         Íþróttafréttir

Er músa-bendill breytist í hönd þegar dregið er yfir orð má smella á orð til að sjá meira.


Siglingar

Miðvikudaginn 5. júní 2002 býður Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði nemendum á unglingastigi (8.-10. bekk) Lækjarskóla að koma í heimsókn. Markmiðið er að nemendur kynnist hvernig er að róa árabátum og hvernig er að sigla á seglum. Hópur fer á árabáta á meðan annar fer í siglingu á skútum með reyndum skipstjórum. Nemendur róa, stýra, stilla segl og skoða sig um. Nemendur læra um hættur á sjó, fylsta öryggis er gætt, allir fá björgunarvesti og Siglingaklúbburinn vinnur eftir öryggisstöðlum Siglingastofnunnar. Gæslubátur er að staðnum. Siglingasvæðið er innan hafnarinnar og sést vel til bátana frá Strandgötunni. Hugsanlega koma reyndir siglarar í heimsókn og sýna listir sínar. Þytur hefur stígið glæsileg skref í eflingu íþrótta. Klúbburinn er handhafi ÍSÍ bikarsins sem veittur er íþróttafélagi fyrir gott uppbyggingarstarf. Það er von okkar að ferðin verði nemendum til gangs og gamans. Hér til hliðar má sjá: Kort frá Landmat, mynd af klúbbhúsi Þyts og skútum sem siglt verður á.

Nemendur og kennarar sem fá að fara í ár eru:
8.X klukkan 8:00 - 8.Y klukkan 9:20
Piltar úr 9. bekk klukkan 13:00 - Stúlkur úr 9. bekk klukkan 14.35
10. bekk klukkan 16:00.

Til að læra meira um siglingar er tilvalið að heimsækja vefi Siglingasambands Íslands og Siglingaklúbbsins Þyts. Þytur er með opna aðstoðu, námskeið og þjálfun. Klúbburinn stígur frumkvæði á Íslandi með heilsársplani í siglingaþjálfun í ár. Á bilinu 10-20 ungir og efnilegir Hafnfirskir kappsiglarar hafa þegar hafið markvissar æfingar. Í hópnum er m.a. Hafsteinn Ægir Geirsson keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í siglingum árið 2000. (Arnþór skráði 31. maí '02).

Vorskóli fyrir nemendur í 1. bekk Lækjarskóla 2002-2003

Á fimmtudag og föstudag í næstu viku koma í gamla góða íþróttahúsið okkar nemendur sem eru að hefja nám í Lækjarskóla í haust. Á fimmtudeginum verður Arna K. Steinsen íþróttakennari með kynningu á húsinu og starfsfólki, auk þess sem hún fer með börnin í leiki. Á föstudag verður þrautabraut hjá Arnþóri Ragnarssyni íþróttakennara. (Arnþór skráði 29. maí '02).

Úrslit skólaskákmóts

Úrslit skólaskákmóts fór fram í dag milli klukkan 17 og 18.30. Skákmeistari Lækjarskóla 2002 er Sverrir Þorgeirsson. Ég óska Sverri og öllum þeim sem tóku þátt í skákinni með okkur í vetur til hamingju.

Þrír efstu í kvöld voru:

1. sæti: Sverrir Þorgeirsson, hlaut veglegan bikar til vörslu í eitt ár auk gullverðlauna.
2. sæti: Arnar Freyr Gunnarsson silfuverðlaun.
3. sæti: Jökull Máni Skúlason bronsverðlaun.

(Arnþór skráði 22. maí '02).

Árgangsmeistarar Lækjarskóla í skólaskák

Gull:

8.-10. bekk Guðni Ægirsson
7. b. Heimir Þór Kjartansson
6. b. Egill Fabien Posocco
5. b. Sverrir Þorgeirsson
4. b. Arnar Freyr Gunnarsson

Silfur:

8.-10. bekk Snæbjörn Reynisson
7. b. Reynir Magnússon
6. b. Steinari Aronsson
5. b. Jón Ingþór Þoreyjarson
4. b. Ivan Svanur Corvasce og Ingimar Tómas Ragnarsson

Brons:

7. b. Lilja Hlín Pétursdóttir
6. b. Þór Willemose og Þorbirna Mýrdal Björgvinsdóttir
5. b. Jökull Máni Skúlason

(Arnþór skráði 22. maí '02).

Námsmat

Allt árið fer fram mat á getu nemenda og viðfangsefnum auk sjálfsmats um kennslu og íþróttaiðkun. Nú líður að því að sérgreinakennarar gefi vitnisburð, sem byggður er í ár á ákveðinni hefð. Í 1. - 3. bekk er gefið: Ágætt sem besta umsögn, Gott fyrir næst besta og Sæmilegt fyrir það þriðja besta. Metin er styrkur, hreyfijafnvægi, færni í fimleikum og hreyfifærni. Auk þessa hef ég hug á að bæta við nýbreytni í umsögnum. Áherslur í vetur hafa verið áhöld og leikir hjá þeim yngstu og hópleikir, þrautir, knattleikir o.fl. hjá þeim eldri. Í 4. - 10. bekk byggjum við einkunn á: Þolprófi og könnun á líkamsfærni. Tekið er mið af viðveru, virkni og hegðun hvað kennaraeinkunn varðar sem er hluti af lokaeinkunn. Skylin eru ein einkunn hjá þessum árgöngum. Mig langar að reyna skriflegar umsagnir um nemendur og netfangasamband næsta vetur. Umsagnir hafa virkað mjög hvetjandi og fékk ég hrós frá fyrrum sundmanni mínum sem ég þjálfaði fyrir meira en 10 árum, hann átti síðar fjölda Íslandsmeta og sigraði með kjarna úr hópnum marga bikarmeistaratitla, kjarna sem mjög ánægjulegt var að fylgjast með dafna í frábæru félagi SH. Nú er dæmið snúið við þessi prúði piltur er núna þjálfari minn í SH og átti orð við mig í kvöld um hve hvetjandi umsagnir voru frá þessum tíma. Mig lagnar að vekja athygli nemenda, forráðamanna og kennara á þessu við námsmat og vitnisburð. Í vetur var lögð fyrir nemendur könnun um hvernig þeim finnst í íþróttum og hvað þeir vilji helst hafa, tekið er mið af þeim óskum. (Arnþór skráði 17. maí '02).

Sjúkrapróf

Sjúkrapróf verður í íþróttum miðvikudaginn 22. maí n.k. hjá 6. - 10. bekk. (Arnþór skráði 17. maí '02).

Sund

Boðsund var í Sundlaugarpartíi félagsmiðstöðvana á föstudag. Frægur sundkappi úr Sundfélaginu ræsti boðsundið, Hjalti Guðmundsson margfaldur Íslandsmethafi, Íslands- og bikarmeistari með SH og landsliðinu. Hjalti hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra meistaramóta og tók þátt í Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Sund er eins og flestir vita holl og góð íþrótt, settur hefur verið skemmtilegur og fróðlegur tengill í slóðir, lítið á slóðir hér til hliðar. Eða smellið hér til að fara beint inn á síðuna. Fyrir þau sem vilja kynnast Sundfélaginu er þetta heimasíðan: Sh.is (Arnþór skráði 11. maí '02).

Úrslit skólaskákmóts

Nú er ljóst að úrslit skólaskákmótsins verður 22. maí og hafa þeir sem komast í úrslit verið afhent bréf þess efnis. Auglýsingar hafa verið hengdar upp í skólanum og í andyri íþróttahús. Tekið verður við áhorfendum á meðan húsrúm leyfir en skilyrði er að það verður að vera hljóð þegar teflt er. Þau sem trufla verður vísað út. (Arnþór skráði 11. maí '02).

Úrslit skólaskákmóts

Útlit er fyrir að úrslit skólaskákmóts Lækjarskóla verði miðvikudaginn 22. maí n.k. Rætt hefur verið við skólastjórn um dagsetninguna og á næstu dögum verður mótið kynnt nánar. Til vinnings er glæsilegur bikar sem er til sýnis í íþróttahúsi Lækjarskóla. Á úrslitamótinu verða einnig afhent árgangsverðlaun. (Arnþór skráði 7. maí '02).

Vel heppnaður leikjadagur

Leikjadagurinn hjá 1.-5. bekk í dag gekk mjög vel, ánægjulegt var að sjá börnin leika sér saman á skipulagðan hátt, af mismunandi aldri og stóðu nemendur úr íþróttavali í 10. bekk sig mjög vel sem leiðbeinendur. Farið var í: Stórfiskaleik, Timón og Pumba, Leiktæki, Boðhlaup, Skotbolta, Hlaup í skarðið, Reiptog og Snú-Snú. Takk fyrir frábæran dag. Rætt hefur verið um að hafa sérstakan dag fyrir 4. - 5. bekk að ári, en það verður kynnt nánar á næsta skólaári. Þrátt fyrir fjöldan gekk dagurinn í dag mjög vel, en 5. bekkur fór í dag í íþróttahúsið að Strandgötu þar sem þau fá eina kennslustund á viku á næsta skólaári eins og 6. - 10. bekkur hefur gert í ár. Það var eflaust ævintýri fyrir suma að koma í þann sal sem er mun stærri en litli gamli salurinn okkar í Lækjarskóla. Á Strandgötunni fórum við í Kíló og Stórfiskaleiki. Myndir voru teknar í dag og hafa verið setta á skólanetið. Til að skoða þær má fara í: Sameign nemenda, þaðan í Myndir_AR og tilvalið að opna PhotoShop - Frameset í viðkomandi möppu. Verði ykkur að góðu. Valdar myndir verða ef til vill settar hér á vefinn á næstunni, fyrir forelda, forráðamenn o.fl. (Arnþór skráði 7. maí '02).

Íþróttadagur

Hinn árlegi íþróttadagur verður hjá 6. - 10. bekk miðvikudaginn 8/5 nk. eftir hádegi, í sínum íþrótta-kennslustundum í íþróttahúsinu í Strandgötu. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir. (Arnþór skráði 2. maí '02).

Leikjadagur

Hinn árlegi leikjadagur verður hjá 1. - 4. bekk á skólalóðinni á þriðjudaginn 7/5 nk. kl.11.15 - 12.30 og hjá 5. bekk í íþróttahúsinu að Strandgötu kl. 13:00. Nemendur úr íþróttavali verða leiðbeinendur auk kennara í skólanum. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir. (Arnþór skráði 2. maí '02).

Eldri fréttir 2002: Apríl Mars og Febrúar

Eldri fréttir 2001


                              Íþróttir Lækjarskóla                 © Lækjarskóli 2002 (AR)













Fréttasíðan er reglulega uppfærð




Bátanaust Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði þar á að mæta, smella má að myndina til að fara á heimsíðu Siglingaklúbbsins Þyts
Kort Landmat af Suðurbæ og smábátahöfninni í Hafnarfirði. Á kortinu má sjá hvar eigi að mæta, smella má að myndina til að fara á heimsíðu Siglingaklúbbsins Þyts.
Secret 26 kappsiglarar, smella má að myndina til að fara á heimsíðu Siglingaklúbbsins Þyts















Úrslit skólaskákmóts








Úrslit skólaskákmóts